Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1970, Blaðsíða 165
— 163
1970
7/1972
Gunnlaugur Briem, sakadómari í Reykjavík, hefur með bréfi, dags.
4. júlí 1972, leitað umsagnar læknaráðs í barnsfaðernismálinu: X
gegn Y.
Málsatvik eru þessi:
Hinn 24. febrúar 1969 ól sóknaraðili X meybarn, sem hlaut nafnið Z.
1 desember 1968 giftist sóknaraðili A, og var hún þá barnshafandi.
Hinn 9. október 1969 fengu hjónin leyfi til skilnaðar að borði og sæng.
Eiginmaðurinn höfðaði mál fyrir bæjarþingi Kópavogs til vefeng-
ingar faðerni barnsins, og með dómi bæjarþingsins kveðnum upp 10. júlí
1970, var á grundvelli blóðrannsóknar og annarra atvika, sem fram komu
í málinu, talið sannað, að eiginmaðurinn gæti ekki verið faðir barnsins.
Sóknaraðili lýsti föður að barninu Y. Varnaraðili hefur neitað að
gangast við faðerni barnsins.
Sóknaraðili kveðst hafa haft samfarir við varnaraðila 28. eða 29. júní
1968 og aftur næstu helgi á eftir, þ. e. 5. eða 6. júlí. Varnaraðili viður-
kennir, að hið síðamefnda sé rétt og vill ekki fortaka, að hið fyrr nefnda
sé ekki rétt, en telur útilokað, að getnaður hafi þá átt sér stað. Þá telur
hann og, að fleiri geti komið til greina sem feður barnsins.
Blóðrannsókn fór fram á málsaðilum og barni, og var hún fram-
kvæmd á Rannsóknarstofu háskólans við Barónsstíg. Vottorð rann-
sóknarstofunnar eru undirrituð af prófessor dr. ólafi Bjarnasyni og
dagsett 18. janúar og 26. nóvember 1971. I báðum vottorðunum er talið,
að niðurstaða rannsóknarinnar samrýmist því, að varnaraðili geti verið
faðir barnsins. Áður en hið síðarnefnda vottorð var gefið, hafði blóð-
sýni verið sent til blóðflokkadeildar Köbenhavns Universitets Retsmedi-
cinske Institut, en þar var framkvæmd ákvörðun á flokkunum Gm og Gc.
Leitað var álits Jóns Sigurðssonar borgarlæknis um hugsanlegan
getnaðartíma barnsins. Vottorð hans er dagsett 10. apríl 1972 og hljóð-
ar svo:
„Þér hafið, herra sakadómari, með bréfi, dags. 4. þ. m., óskað álits-
gerðar minnar um hugsanlegan getnaðartíma barns þess, sem barns-
faðernismálið: X gegn Y er risið af.
Af vottorði fæðingarlæknis, dags. 24. júní 1969, má ráða, að barnið
hafi verið fullburða, er það fæddist. Meðal-meðgöngutími fullburða barna
er talinn vera 271 dagur, með 11 daga misvísun til eða frá. Samkvæmt
því ættu mestar líkur að vera til, að umrætt barn sé getið á tímabilinu
18. maí til 10. júní 1968.
Sé höfð hliðsjón af þyngd bamsins og lengd við fæðmgu, getur það
samkvæmt dreifingartöflum F. J. Lindners, Málmey, verið komið undir
einhvern tíma á tímabilinu 11. apríl til 24. júlí 1968. Samkvæmt sömu
töflum eru 849 % líkur til, að barnið sé getið á tímabilinu 12. maí til 22.
Júní sama ár.“