Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1970, Blaðsíða 89
— 87 —
1970
væntanlega með þessum sjúklingi. Um líkt leyti og þessarar sýki varð
vart í þessum 3 konum gekk hér verulegur niðurgangur, og voru
teknar saurprufur til ræktunar frá fjölda fólks, en engin saurprufa var
jákvæð fyrir salmonellosis önnur en áðurnefndar prufur frá þeim
systrum.
Akureyrar. 1 sjúklingur í september. Var það 5 ára drengur, sem
veiktist á leið með bíl til Akureyrar frá Reykjavík, en þar hafði hann
dvalizt 11/2 viku með fjölskyldu sinni. 3 dögum síðar ræktaðist salmo-
nella typhi murium úr saur hans. Hann var fluttur á FSA og batnaði
fljótlega. Ekki veiktust fleiri á heimilinu.
Ræktað var úr saur frá öllum meðlimum fjölskyldu drengsins og þeim,
sem vitað var, að hann hafði umgengizt hér á Akureyri, en salmonella
kom ekki fram. Samband var haft við það fólk, sem hann hafði dvalizt
hjá fyrir sunnan og embættislækni þar, en mér vitanlega komu engin
salmonella- tilfelli í ljós, sem gætu staðið í sambandi við drenginn.
B. Aðrir næmir sjúkdómar.
Töflur V, VI, VII, 1—4, VIII, IX og XI.
1. Kynsjúkdómar (morbi venerei).
Töflur V, VI og VII, 1—4.
1961 1962 1963 1964 1965 1966 1967 1968 1969 1970
Gonorrh. 240 238 122 145 140 167 197 195 178 177
Syphilis 4 3 13 29 15 8 4 2 ff 1
Ulcusvener. 1 ff ff 1 1 ff ff 2 ff ff
Skýrsla kynsjúkcLómalæknis ríkisins.
Sjá skýrslu Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, bls. 120.
2. Berklaveiki (tuberculosis).
Töflur VIII, IX og XI.
Eftir berklabókum, (sjúkl. í árslok):
1961 1962 1963 1964 1965 1966 1967 1968 1969 1970
Tbc. pulm. 282 257 227 213 171 163 128 89 81 85
Tbc. al. loc. 69 81 70 51 44 44 35 35 17 13
Alls 351 338 297 264 215 207 163 124 98 98
Dánir 2 5 3 2 3 2 4 4 5 2