Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1970, Blaðsíða 162
1970
160 —
bifreiðinni Ö . .. . norður Reykjavíkurveg í Hafnarfirði, of hratt miðað
við færð, aðstæður og búnað bifreiðarinnar til aksturs í hálku, allt með
þeim afleiðingum, að bifreiðin lenti á gangandi vegfaranda, E. E-syni,
. .. ., Hafnarfirði, sem hlaut við það nokkur höfuðmeiðsli, sem leiddu
m. a. til þess, að maðurinn lézt 23. desember s. á. í Landspítalanum í
Reykjavík eftir samfellda legu á sjúkrahúsinu frá slysdegi.
Réttarkrufning fór fram á líki hins látna, og framkvæmdi hana
Bjarki Magnússon, læknir á Rannsóknarstofu háskólans við Baróns-
stíg.
Krufningarskýrslan, (dskj. nr. XI) er dagsett 24. desember 1970 og
hljóðar svo:
„Samkvæmt beiðni bæjarfógetans í Hafnarfirði er í dag framkvæmd
krufning á líki E. E-sonar, sem lézt þ. 23/12 1970 í Landspítalanum í
Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum lækna mun hinn látni hafa lent í
bílslysi þ. 2. 12. 1970 og verið fluttur á Slysadeild Borgarspítalans og
lagður þar inn til athugunar. Hlaut sjúkl. m. a. skurð á enni og com-
motio cerebri, en ekki sáust merki um brot á höfuðkúpu á röntgen-
myndum, sem teknar voru á Borgarspítalanum. Eftir að slysið átti sér
stað, var sjúkl. nokkuð confus, en þó misjafnlega mikið. Hann var
fluttur á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði af Borgarspítalanum þ. 8. 12.,
og eftir komu hans þangað mun hann hafa haldið áfram að vera nokkuð
ruglaður og átt erfitt með svefn. Þ. 15/12 1970 var sjúkl. lagður inn á
Handlæknisdeild Lsp. acut um kvöldið, vegna hematemesu og melena.
Fyrst eftir komu hins látna á Lsp. var ástand sæmilegt, og ekki voru
merki um frekari blæðingu, en snemma næsta morgun fór blóðþrýst-
ingur lækkandi og púls hækkandi. Jafnframt komu fram við hlustun
áberandi crepitationir yfir hægra lunga og öndun varð hraðari og
erfiðari. Hiti fór jafnframt hækkandi. Almennt ástand sjúkl. versnaði,
og hann missti meðvitund og lézt þ. 23/12 kl. 8.45, eins og áður segir
Krufningin:
Líkið kemur í Rannsóknastofuna sveipað í lak, en án fata.
Líkið er af 170 cm háum karlmanni, sem er í mjög góðum holdum.
Blárauðir líkblettir eru dreifðir um allan bakhluta líksins. Líkið er al-
stirt. Á enni upp frá vinstri augabrún er 6 cm langt, vel gróið sár.
Hematoma eru til staðar undir báðum augum, og fleiður eru á neðri
vör. Önnur áverkamerki sjást ekki á líkinu, en ör eftir skurðaðgerðir eru
á kvið og framan á vinstra læri. Augu eru brostin. Sjáöldur eru jafn-
víð og meðalvíð. Sclerae eru báðar eðlil. að sjá. Ekkert athugavert að
sjá við ytri eyru eða nef.
Brjóst- og kviðarhol opnað: Kviðveggsfita mældist 3 cm á þykkt. Þind
stendur h. megin við IV. rif og v. megin í IV. icb. Enginn vökvi er í
hvoru brjóstholi, og pleurae eru sléttar og gljáandi, og engir samvextir
eru til staðar. Enginn vökvi er í kviðarholi, og peritoneum er slétt og
gljáandi, og samvextir eru ekki til staðar.