Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1970, Blaðsíða 84
1970
— 82 —
13. Ristill (088 herpes zoster).
Töflur II, III og IV, 13.
1961 1962 1963 1964 1965 1966 1967 1968 1969 1970
Sjúkl. 105 210 204 190 210 209 212 228 197 210
Danir ,, ,, ,, ,, 1 ,, ,, ,, ,, ,,
Á skrá í 36 héruðum, fæst 8, en flest 25 tilfelli á mánuði.
14. Inflúenza (480—483 influenza).
Töflur II, III og IV, 14.
1961 1962 1963 1964 1965 1966 1967 1968 1969 1970
Sjúkl. 2462 14646 10436 4542 2967 8030 965 11254 11064 6830
Dánir 4 36 33 6 2 17 1 14 21 10
Á skrá í 47 héruðum. Nokkur faraldur þrjá fyrstu mánuði ársins,
aðallega þó í janúar. Eftir það fáein tilfelli mánaðarlega árið út, aðal-
lega í Reykjavík, og hlýtur sú skráning að teljast vafasöm.
Rvík. 1304 tilfelli voru skráð þetta ár, en engin greining var gerð
um stofn sjúkdómsins, og var ekki settur í samband við þann sjúkdóm í
nágrannalöndum. Ekki bar mikið á fylgikvillum, en nokkur tilfelli
af pneumonia catarrhalis mátti rekja til inflúenzu.
Álafoss. Byrjaði að stinga sér niður í desember fyrra árs, gekk mest í
janúar, en fór upp úr því rénandi.
Stykkishólms. Af kvillum bar hæst inflúenzu fyrstu 2 mánuðina.
Þingeyrar. Inflúenza barst með skólabörnum í janúar. Breiddist
lítið út.
Hólmavíkur. Inflúenzufaraldur að ganga yfir.
BlöncLuós. Gerði vart við sig í desember fyrra árs, og voru þá 6 til-
felli skráð.
Hofsós. Inflúenza gekk í ársbyrjun án alvarlegra eftirkasta. Átti
fólk kost á ónæmisaðgerð gegn henni, og má vera, að það hafi dregið
úr veikinni.
Akureyrar. Framhald faraldurs, sem byrjaði síðustu dagana fyrir
áramót. I farsótt, sem gengur eins hratt og inflúenza, sýnir mánaðar-
leg skráning ekki epídemíólógíska kúrvu á sama hátt og vikuleg skrán-
ing myndi gera. Þó kemur nokkur kúrva fram, sem sýnir enn, að gangur
farsóttar með ákveðin sérkenni speglast í skýrslum lækna. Fjöldi manns
var bólusettur gegn inflúenzunni, eða alls um 1300 manns báðum
megin áramótanna. Líkur eru á, að bólusetningin hafi komið of seint
innanbæjar, en í sveitum tel ég af henni ótvíræðan árangur.
Þórshafnar. Nokkur inflúenzutilfelli bárust í héraðið skömmu eftir
áramót, en breiddist lítið út.