Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1970, Blaðsíða 141
Viðbætir.
Lælmaráðsúrskurðir 1972.
1/1972
Ármann Kristinsson, sakadómari í Reykjavík, hefur með bréfi, dags.
7. desember 1971, leitað umsagnar læknaráðs í sakadómsmálinu: Ákæru-
valdið gegn S. S-syni.
Málsatvik eru þessi:
Aðfaranótt 7. maí 1971 var ákærði í máli þessu, S. S-son, ....,
Reykjavík, staddur á heimili móður sinnar, E. S-dóttur,.....Reykja-
vík. Réðst hann þar að móður sinni, skömmu eftir að hún kom heim
frá vinnu, og stakk hana með sveðju í bakið með þeim afleiðingum, að
hún hlaut mikið stungusár hægra megin hryggjar milli neðstu rifja.
I málinu liggja fyrir þessi læknisvottorð um geðheilbrigði ákærða:
1. Vottorð Kleppsspítala, dags. 22. júní 1.971, undirritað af .... að-
stoðarlækni, svohljóðandi:
„Varðandi S. S-son......Reykjavík, f...... 1947, vildum við benda
á eftirfarandi:
S. var fyrst lagður hingað inn á spítalann þ. 31. júlí 1968. Þá hafði
hann lengi verið erfiður á heimili sínu, og um nokkurra mánaða skeið
fyrir innkomu hafði hann verið annarlegur og sinnulaus.
Álit lækna spítalans þá var, að um schizophrenia simplex, geðklofa,
væri að ræða hjá S. Síðan hefur S. legið 7 sinnum á spítalanum, og á
milli lega hefur hann verið undir eftirliti lækna spítalans, eftir því sem
því hefur getað verið við komið, og fengið lyf héðan.
S. útskrifaðist síðast 3. marz 1971 og ætlaði að halda lyfjatökum
áfram eftir útskrift. Mun misbrestur hafa orðið á því. Við innkomu nú
síðast, 19. maí 1971, er S. þungur á brún og hefst varla úr honum orð.
Segist þó ekki hafa tekið nein lyf og muni halda þeim hætti áfram.
Eftir nokkurra daga lyfjainntöku er S. orðinn allur annar, mun mýkri
á manninn, og segist nú sjá mjög eftir þessum áverka, sem hann veitti
móður sinni. Segist hafa haft ranghugmyndir um hana, þegar atburður
þessi gerðist.
S. er að áliti lækna spítalans haldinn geðveiki, schizophrenia simplex,
sem ásamt lélegri greind hefur valdið því, að hann mun ekki teljast hafa