Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1970, Blaðsíða 97
— 95 —
1970
Kirkjubæjarklaustur: Degen. sen. mac. ret. 2, fundus hypertonicus 1,
Vestmannaeyjar: Amotio retinae 1, amotio ret. traumatica 2, catar-
acta traumat. 1, corpus al. corneae 2, degen. sen. mac. ret. 4, dystrofia
corneae 1, fundus hypertonicus 12, hordeolum intern. 4, retinopathia
diabet. 3, pterygium 2, uveitis chron. 1, zanthelasma 1.
Augnþrýstingur allra yfir fimmtugt var mældur með Schiötz tono-
nieter og margra yngri að gefnu tilefni. Táragöng voru stíluð hjá 31.
Gerðar voru 3 chalazion op. Undir astigmatismus falla allir, sem aðeins
ná fullri sjón með cyl. gleri. Hyperopia+1,0 og þar yfir. Cataracta, ef
s.jón af völdum skýs á augasteini er 0,3 eða minni.
V. Ónæmisaðgerðir.
Tafla XVIII.
Frumbólusettir gegn bólusótt voru 5670. Kunnugt var um árangur
á 4151, og kom bóla út á 3530 þeirra, eða 85,0%. Endurbólusettir voru
2379. Kunnugt var um árangur á 2142, og kom út á 1604 þeirra, eða
74,9%. Aukabólusetning fór fram á 500. Kunnugt var um árangur á
47, og kom út á 30, eða 81,1%. Um aðrar ónæmisaðgerðir vísast til
viðeigandi taflna.
Álafoss. Héraðsbúar eiga þess kost að koma reglulega til ónæmis-
^ðgerða. Þær annast héraðslæknir með aðstoð ljósmóður héraðsins. For-
eldrar eru yfirleitt áhugasamir um ónæmisaðgerðir barna sinna.
Kleppjámsreykja. Sérstakur tími er fyrir ónæmisaðgerðir ungbarna
einu sinni í viku. Ég held, að mæður komi undantekningarlaust með
börn sín.
kángeyrm. Kennarar á Núpi og fleiri starfsflokkar voru eftir beiðni
sPrautaðir við inflúenzu, samtals nær 40 manns.
Suðureyrar. Ónæmisaðgerðir virðast hafa verið í allgóðu lagi hér á
Undanförnum árum, en þó mun eitthvað hafa út af því borið sl. ár. Var
því reynt að kippa þessu í lag með ákveðnum reglum nú á árinu, og
Vlrtist fólk taka vel við sér og sinna þessum málum.
Blönduós. Ónæmisaðgerðir eru framkvæmdar einu sinni í viku allt
ai’jð á sérstökum auglýstum ónæmisaðgerðartíma. 1 tilfelli af encepha-
litis eftir kúabólusetningu. Var hér um 12 ára gamla telpu að ræða.
Yai' hún send á sjúkrahús og náði sér að fullu aftur. Ekki hef ég upp-
iifað áður slíka complicatio eftir bólusetningu.
Ákureyrar. Ónæmisaðgerðir fóru fram á vegum Heilsuverndarstöðv-
ar Akureyrar í sambandi við ungbarnaeftirlit og auk þess fyrsta mánu-
^ag hvers mánaðar, einn klukkutíma hverju sinni. Ennfremur var
bólusett á vegum stöðvarinnar gegn mænusótt í maímánuði, 3 klukku-