Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1970, Blaðsíða 90
1970
— 88 —
Skýrslur um berklapróf bárust ekki úr eftirtöldum 14 læknishéruð-
urn: Kleppjárnsreykja, Ólafsvíkur, Búðardals, Reykhóla, Flateyjar,
Suðureyrar, Súðavíkur, Hvammstanga, Breiðumýrar, Kópaskers, Rauf-
arhafnar, Nes, Kirkjubæjar og Hveragerðis. I skýrslum úr öðrum hér-
uðum er greint frá berklaprófum á 38449 manns á aldrinum 7—20
ára (tafla XI). Skiptist sá hópur þannig eftir útkomu:
7—12 ára 23477, þar af jákvæðir 141 eða 0,6%
13_20 — 14972, — - — 209 — 1,4—
Skýrsla berklayfirlæknis.
Á árinu voru framkvæmdar berklarannsóknir, aðallega röntgenrann-
sóknir í 12 læknishéruðum. Alls voru rannsakaðir 15374 manns, á 4
heilsuverndarstöðvum 14547 einstaklingar, aðallega úr 6 læknishér-
uðum, sbr. bls. 117 (berklarannsóknir í Hafnarfirði og Kópavogi eru
eins og fyrr framkvæmdar af Heilsuverndarstöð Reykjavíkur), en
með ferðaröntgentækjum 827 úr 8 læknishéruðum. Engar skýrslur
bárust um berklavarnarstarfsemi heilsuvemdarstöðvarinnar á Akra-
nesi. Fjöldi rannsókna er hins vegar langtum meiri, þar sem margir
komu oftar en einu sinni til rannsóknar. Nam hann alls 16374. Eins
og fyrr eru þeir, sem rannsakaðir eru með berklaprófi einu saman.
ekki taldir með í fjölda einstaklinga eða rannsókna. Minni háttar
hópskoðun fór fram í Vestmannaeyjum (237), en enginn fannst þar
með virka berklaveiki. Aðrir, sem rannsakaðir voru með ferðarönt-
gentækjum, voru eins og áður aðallega skólanemendur og starfsfólk í
skólum. Einn þeirra, barn, sem hafði haft samgang við smitandi berkla-
sjúkling, reyndist hafa vii'ka berklaveiki. I Heilbrigðisskýrslum árin
1950 (bls. 53) og 1960 (bls. 85) var gerð grein fyrir fjölda nýskráðra
og endurskráðra berklasjúklinga í landinu. Raunverulega er fjöldi
þessara sjúklinga oftalinn í skýrslum á ári hverju, þar sem ,,margir
sjúklinganna eru eðlilega skráðir í fleiri héruðum en einu og þá í fyrsta
sinn í því héraði, sem þeir hafa ekki dvalizt áður, enda þótt þeir hafi
verið lengi á skrá í heimahéraði sínu. Eru einkum mikil brögð að þessu
í þeim læknishéruðum, þar sem berklasjúklingar dveljast til meðferðar,
eins og eðlilegt er“. Því hefur verið haldin nafna-, aldurs- og sjúkdóma-
spjaldskrá yfir hina berklaveiku. Samkvæmt henni er hinn raunveru-
legi fjöldi nýskráðra og endurskráðra berklasjúklinga á öllu landinu
á árabilinu frá 1961—1970 sem hér greinir (Samkvæmt spjaldskrá
berklayfirlæknis):