Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1970, Blaðsíða 137
— 135
1970
Samkomustaðir og félagslíf.
Ekkert frásagiiarvert.
Framfarir til almenningsþrifa.
Rvík. Telja má með framförum til almenningsþrifa, hversu störf fé-
lagsmálastofnunar borgarinnar hafa afmarkazt skýrar í sérverkefni
sérdeilda, sem eru: heimilisaðstoð, tvískipt, a) heimilishjálp um stundar-
sakir og b) heimilisþjónusta til langtíma, húsnæðisdeild, málefni aldr-
aðra og sérfræðileg þjónusta, og er þá átt við starf læknis og sálfræð-
ings.
Stykkishólms. Á árinu var unnið að byggingu félagsheimilis í Stykk-
ishólmi, sem jafnframt verður hótel. Var það steypt mikið til upp á
árinu. Leysir þetta væntanlega mikinn vanda bæði sem húsnæði undir
félagslíf bæjarbúa, og eins verður þarna grundvöllur undir allgóða
ferðamannaþjónustu í þorpinu, en ferðamannastraumur er hér vaxandi,
°g gæti það orðið veruleg atvinnugrein fyrir þorpsbúa, ef vel er á þeim
niálum haldið.
Dalvíkur. Unnið var að lögn hitaveitukerfisins á Dalvík.
Þórshafnar. Tæplega er hægt að tala um neinar framfarir. Heldur
fer hlutunum aftur og fólki fækkar.
Djúpavogs. Vegir eru vægast sagt bágbornir og mjög seinfarnir
bæði á vetrum og um sumartíma.
Heilbrigðiseftirlit rikisins.
Eftirfarandi skýrsla barst frá forstöðumanni Heilbrigðiseftirlits
fíkisins:
Iieilbrigðiseftirlit ríkisins var stofnað 1. janúar 1970 samkvæmt lög-
um nr. 12 frá 1969, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit. Samtímis
voru tvær eldri stofnanir lagðar niður og látnar renna inn í Heilbrigðis-
eftirlit ríkisins, en það var Veitinga- og gististaðaeftirlit ríkisins og
Mjólkureftirlit ríkisins.
Auk þeirra starfa, sem falin höfðu verið áðurgreindum tveimur stofn-
unum, átti hin nýja stofnun að gegna fjölmörgum öðrum verkefnum,
svo sem að hafa yfirumsjón með heilbrigðiseftirlitinu í landinu sam-
kvæmt áðurgreindum lögum, heilbrigðisreglugerð og ákvæðum annarra
^uga og reglna, er hollustuhætti varða og heilbrigðisnefndum ber að
sjá um framkvæmd á. Landlæknir hefur yfirumsjón með starfsemi þess-
ui'ar stofnunar eins og annarra heilbrigðisstofnana í landinu. Að öðru
leyti er Heilbrigðiseftirliti ríkisins ætlað að vera til ráðuneytis yfir-
stjórn heilbrigðismála, heilbrigðisnefndum og öðrum opinberum aðil-
um, sem um heilbrigðiseftirlit fjalla. Það skal stuðla að því, að haldið
sé uppi skipulegri fræðslu um hreinlætishætti fyrir þá, sem fást við mat-
væli og aðrar neyzluvörur. Ráðherra setur forstöðumanni og heilbrigðis-
váðunautum starfsreglur.
Heilbrigðiseftirlitið á að hafa aðalaðsetur í Reykjavík, og þar eiga