Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1970, Blaðsíða 128
1970
— 126 —
Húsakynni, búnaður o. fl.: Nokkrar breytingar urðu á árinu, að því
er húsakynni og búnað snertir, svo sem endurbætur á húsakynnum og
nýrra tækja aflað. Þó vantar víða nokkuð á, að reglugerðarákvæðum
um áhaldabúnað lyfjabúða sé fullnægt, og víðast vantar nauðsynleg
tæki og áhöld vegna prófa á aðkeyptum efnum og lyfjum, svo og prófa
á lyfjum og öðru, sem framleitt er í lyfjabúðinni sjálfri, sbr. 7. gr.
reglugerðar um búnað og rekstur lyfjabúða. Tvær lyfjabúðir hafa flutt
í nýtt húsnæði frá því að síðasta skoðun fór fram.
Rannsóknir á lyfjum o. fl.: Lyfjarannsóknir voru eins og undanfarin
ár ýmist framkvæmdar á staðnum eða þá að sýnishorn voru tekin og þau
rannsökuð síðar, en þá var jafnan skilið eftir í vörzlu lyfsala innsiglað
sýnishorn sams konar og það, er tekið var til rannsóknar.
1. Gerð var ákvörðun á magni virkra efna og aðrar athuganir á 34
heimagerðum og aðkeyptum iyfjaformum. Átta þeirra (23,5%)
gáfu tilefni til athugasemda varðandi þunga, þvermál eða útiit.
2. Eftirlit með lyfjum, er fyrnast við geymslu. Öfullnægjandi eftirlit
með lyfjum þessum gaf tilefni til athugasemda í 23 lyfjabúðum.
Bsekur og færsla þeirra: Fyrirskipaðar bækur, sbr. 15. gr. reglu-
gerðar um búnað og rekstur lyfjabúða, voru yfirleitt vel færðar, en í
öllum lyfjabúðunum nema 3 gaf þó ónákvæmni í færslum tilefni til
smávægilegra athugasemda.
Þá var í flestum lyfjabúðum gerð athugasemd við, að gildandi lyfja-
skrá og lyfseðlasöfn voru ekki leiðrétt.
Notkun ómengaðs og mengaðs vínanda: Samkvæmt upplýsingum
Afengis- og tóbaksverzlunar ríkisins öfluðu lyfjabúðirnar sér neðan-
greindra áfengislyfja á árinu, svo sem hér segir. Magnið er gefið upp
í kg:
Alcohol absolutus ............................................... 2
Spiritus fortis.......................................... 2101,5
— acidi borici ........................................... 72
— bergamiae ............................................. 227
—■ denaturatus ......................................... 15193
—■ lavandulae ............................................. 28
— mentholi ............................................. 2096
Glycerolum 1 + Spiritus fortis 2 .............................. 722
Aether spirituosus............................................. 370
— — camph. ...................................... 83
Tinctura peetoralis .......................................... 3131