Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1970, Blaðsíða 164
1970
— 162 —
skefst pulpa talsvert upp af skurðfletinum. Lymphueitlar eru ekki
óeðlil. stækkaðir. Hryggur var ekki höggvinn upp.
Endocrinkerfi: Skjaldkirtill vegur 15 g og er eðlil. að sjá, bæði á yfir-
borði og í skurðfleti. Kalkkirtlar eru eðlil. að sjá. Hægri nýrnahetta
vegur 8 g, og vinstri nýrnahetta vegur einnig 8 g. 1 gegnskurði virðist
lipidmagn talsvert minnkað í cortex.
Miötaugak.erfi: Þegar höfuðleðri er flett af, kemur í ljós lítið hema
toma undir galea á miðju enni. Kúpubein sýna engin merki um brot.
Heiiahimnur eru eðlil. að sjá. Heilinn vegur 1305 g. Engin merki er að
sjá á yfirborði heila um contusionir, og ekki sjást heldur með berum
augum nein merki um trauma í skurðfleti né aðrar sjúkl. breytingar.
Æðar á basis heila sýna talsverða atherosclerosis.
NiðurstaSa: Við krufninguna fannst mikil berkjubólga og bletta-
lungnabólga, sem verið hefur hin beina dauðaorsök. Eftir bílslysið var
hinn látni rúmfastur vegna einkenna um heilahristing (commotio cere-
bri), og hefur þessi lega vafalaust átt þátt í því, að hinn látni fékk bletta-
lungnabólgu. Bílslysið er þess vegna þáttur í dánarorsök mannsins.“
1 málinu liggur fyrir læknisvottorð Ólafs Einarssonar, fyrrv. héraðs-
læknis í Hafnarfirði, dags. 28. janúar 1972, svohljóðandi:
„Eg undirritaður var allmörg ár heimilislæknir E. E-sonar .........
Hafnarfirði, sem lézt 23. des. 1970. Um heilsufarsástand hans hin síðari
ár hef ég eftirfarandi helzt að segja: Hann þjáðist af slitgigt (arthro-
sis) í hrygg og hnjáliðum og einkum langvarandi lungnakvefi og lungna-
þembu (bronchitis chronica et emfysema pulmon) og lá stundum rúm-
fastur með hita nokkra daga í einu af þeim ástæðum."
Málið er lagt fyrir læknaráö á þá leið,
að beiðzt er svars við eftirfarandi spurningu:
Fellst læknaráð á niðurstöðu Bjarka Magnússonar læknis, sem greind
er hér að framan, samanber dómsskjal nr. XI ?
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Já. Hér var um að ræða 81 árs gamlan mann, sem áður hafði þjáðst
af langvarandi berkjubólgu og lungnaþembu og var því viðkvæmari en
ella fyrir áverkum og afleiðing-um þeirra.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 30. október
1972, staðfest af forseta og ritara 15. desember s. á. sem álitsgerð og
úrskurður læknaráðs.
Málsúrslit eru enn óorðin.