Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1970, Blaðsíða 131
129 —
1970
6695 m3 afsóp. Fjarlægðir voru 16 dúfnakofar og rifnir 269 skúrar.
Hreinsaðar voru 836 lóðir. Á árinu bættust við 1148 leigutunnur, og
eru þær nú alls 14298. 1 notkun eru 30330 sorpílát. Alls bárust 1370
kvartanir um rottu- eða músagang, og farnar voru 18000 ferðir til
eftirlits og skoðunar. Rottum og músum var útrýmt á 4200 stöðum,
og 39 skip voru skoðuð. Alls var dreift 296740 eiturskömmtum. 135
biluð holræsi fundust. 287 kvartanir um óþægindi af dúfum bárust.
Vegna villikatta og dúfna voru 2902 staðir skoðaðir. 2346 dúfum og
483 villiköttum var lógað. Almenningsnáðhús borgarinnar eru 6, og
við þau starfa 12 manns auk þeirra, sem leysa af.
Álafoss. Nokkuð ber á rottu. Reynt er að eitra fyrir hana, en til þessa
hefur það ekki verið gert nógu skipulega.
Hofsós. Húsakynni eru yfirleitt góð eða ágæt í héraðinu. Frárennsli
er óviðunandi á Hofsósi, og er endurbóta að vænta. Lús er á 2 heim-
ilum.
Grenivíkur. Húsakynni yfirleitt góð. Þrifnaður innanhúss yfirleitt
góður. Eitrað er fyrir rottur einu sinni á ári í hreppnum, og virðist það
vera nóg til að halda þeim í skefjum.
Þórshafnar. Húsakynni og þrifnaður ber með sér, að menn eru ekki
Jttjög spenntir fyrir heilbrigðisnefndum (sic!) hér um slóðir. Mjög mik-
ið er af ótrúlega lélegu húsnæði, afgömlum timburkumböldum, oft skúr-
um, og væri réttast að banna mörg húsin til íbúðar.
Vopnafj. Rottugangur þekkist ekki hér um slóðir, en í staðinn
er svo mikill fjöldi af villiköttum, að til hreinna vandræða má telja.
Eskifj. Neyzluvatn var athugað úr vatnsveitu Eskfirðinga. Vatnið
var mengað fecal colibakterium og alls óhæft til neyzlu.
Djúpavogs. Hús eru nokkuð mismunandi, yfirleitt vel byggð, en
nokkur vart íbúðarhæf. Þrifnaður er í góðu lagi. Neyzluvatn er ófull-
nægj andi bæði á Djúpavogi og Breiðdalsvík, þar sem um yfirborðs-
vatn er að ræða á báðum stöðum.
Selfoss. Ekki hefur tekizt að koma neinu viðhlítandi lagi á sorp-
hreinsunarmál kauptúnsins, en sorpi er ekið vestur fyrir þorpið í
girðingu þar og á að grafast, en þegar hvessir úr vestri, vill fjúka úr
haugnum, stundum austur fyrir á.
Sullaveikivarnir.
Rvík. Hundahald er bannað í borginni og því enginn hundahreins-
unarmaður. Á árinu var óskað umsagnar heilbrigðismálaráðs um fram-
komna beiðni Hundavinafélagsins um leyfi til hundahalds. Ráðið samdi
umsögn um málið, þar sem mælt er gegn hundahaldi í þéttbýli.
Vopnafj. Enn er hundahreinsun mjög ábótavant, og eiga hrepps-
yfirvöld þar sök fyrst og fremst.
Djúpavogs. Hundahreinsun var að vísu framkvæmd, en ekki sam-
17