Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1970, Blaðsíða 124
1970
— 122
Rannsakaðir voru eftirtaldir menn: 10 úr máimiðnaði vegna meintr-
ar blýeitrunar og 2 af bensínstöðvum; engin merki blýeitrunar komu
fram í þeim; 15 manns starfandi í margs konar öðrum iðnaði, þar af
9 vegna þreytu og sljóleika, 4 vegna vímuáhrifa af meðhöndlun rjúk-
andi málningarefna og 2 stúlkur af skrifstofu með húðútbrot, sem
reyndust ofnæmi fyrir ákveðinni tegund pappírs; 9 manns, karlar og
konur, sem unnu að rafmagnsiðnaði, vegna sljóleika; úr fataiðnaði 6
konur, þar sem komið hafði í ljós leki í hreinsivélum; 2 menn úr bifvéla-
virkjun með rökstuddan grun um kolsýrlingseitrun. Með aðstoð heyrnar-
deildar var mæld heyrn í fólki frá eftirtöldum fyrirtækjum:
Vatnsveitan ........................ mældir 10, skert heyrn hjá 7.
Áburðarverksmiðjan ................... — 4, — — — 3.
Framreiðslumenn á veitingahúsum — 6, — — — 0.
Hljóðfæraleikarar ............... — 50, — — — 20.
Samtals mældir 70, skert heyrn hjá 30.
Borgarhjúkrun.
Tala sjúklinga 174. Tala vitjana 8744.
Tanneftirlit.
Alls voru skoðuð 9441 barn. Af þeim voru um 7000 með meira eða
minna skemmdar fullorðinstennur. Alls voru fylltar rúmlega 20000
holur, 388 tennur voru rótfylltar. Úrdregnar voru um 2000 barna-
tennur og um 500 fullorðinstennur. Auk þess, sem hér er upptalið,
voru búnar til 26 krónur á illa farna jaxia og framtennur, sem höfðu
brotnað vegna slysa. Talsvert er um tannskekkjur hjá skólabörnum,
og hafa skólatannlæknar veitt þeim leiðbeiningar, en ennþá þarf oftast
að vísa börnunum til sérfræðilegrar meðhöndiunar. Eins og undan-
farin ár hefur fræðslustarf verið ofarlega á baugi. Bæklingum með
fræðsluefni hefur verið dreift í skólum og til heimilanna. Sett hefur
verið íslenzkt tal við 2 kvikmyndir, sem skólatannlækningunum hafa
borizt að gjöf, önnur frá Hel.sedirektoratet í Oslo, en hin frá Dental
Service í London. Eftir kvikmyndinni frá Oslo var gerð stutt mynd
(1—2 mínútna), sem ætlunin er að sýna í skólum og fjölmiðlum. Eftir
uppástungu frá skólayfirtannlækni og í samráði við stjórn Heilsu-
verndarstöðvarinnar og Sumargjafar var í byrjun marz tekin upp
flúortöflugjöf handa 2—6 ára börnum, sem eru í leikskólum borgar-
innar. Var þetta strax mjög vinsælt og hefur gengið ágætlega. Vonazt
er til þess, að góður árangur sjáist eftir 5—6 ár.