Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1970, Blaðsíða 161
— 159 —
1970
er finnanlegt, sem bendi til þess, aö hæfileikar henna/r hafi rýrnaö, eftir
að hún náði fullum þroska, hvorki í forsögu og sjúkrasögu eða með
sálfræðilegum prófum. Ekki verður útilokað, að slys, sj úkrahúsvist og
áhyggjur af heilsu og horfum, raunhæfar eða óraunhæfar, hafi orðið
henni meiri raun en persónugerð hennar, heldur veik að innviðun, hafi
risið undir, og kunni þannig að eiga þátt í þeim kvörtunum, sem hún hef-
ur borið fram, þ. e. um að hún þreytist frekar en áður við vinnu og
framtak hafi minnkað. Ýmislegt bendir þó til þess, að hún sé fyrir
átakalítil og jafnvel daufgerð.
Hins vegar verður ekki séð, að það stig, sem hún nú er starfandi á,
almennrar starfsstúlku á sjúkra- eða öryrkjastofnun, sé undir því
marki, sem stúlka með tæpa meðalgreind og lélegt próf að loknu skyldu-
námi einu saman getur búizt við að öðru jöfnu.“
Máliö er lagl fyrir lælcnaráö á þá leið,
að beiðzt er svars við eftirfarandi spurningum:
1. Fellst læknaráð á mat Stefáns Guðnasonar læknis, dags. 11. desem-
ber 1968, sbr. dskj. nr. 4, mat á örorku B. M-dóttur?
2. Ef svo er eigi, fellst læknaráð á mat Þórarins Sveinssonar læknis,
sbr. dskj. nr. 13 á örorku B. M-dóttur?
3. Fallist læknaráð á hvorugt ofangreindra örorkumata, er þess
óskað, að ráðið láti uppi álit á örorku B. M-dóttur af völdum bifreiðar-
slyss þess, er hún varð fyrir hinn 13. júní 1965.
Tiliaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Læknaráð fellst á örorkumat Þórarins Sveinssonar læknis, talið
vera frá því í október 1968, að því er varðar fyrstu 28 mánuðina eftir
slysið, en telur varanlega örorku hæfilega metna 5%.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmálaaeildar, dags. 30. október
1972, staðfest af forseta og ritara 15. desember s. á. sem álitsgerð og
úrskurður læknaráðs.
Málsúrslit: Með dómi bæjarþings Reykjavíkur, kveðnum upp 5. marz 1973, var
stefnda dæmd til að greiða stefnanda kr. 267.100,00 og kr. 25.000,00 í málskostnað.
Aður en dómur gekk, hafði tryggingarfélagið greitt stefnanda kr. 160.000,00 upp í
v»ntanlegar bætur. Eigi var deilt um fébótaábyrgð.
6/1972.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði hefur með bréfi, dags. 14. september 1972,
leitað umsagnar læknaráðs í sakadómsmálinu nr. 306/1971: Ákæru-
valdið gegn Ó. S-syni.
Málsatvilc eru þessi:
Með ákæruskjali, útg. 3. september 1971, er Ó. S-son, . .. ., Hafnar-
firði, meðal annars ákærður fyrir að hafa hinn 2. desember 1970 ekið