Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1970, Blaðsíða 140
1970
— 138 —
svo langt er farið. Mikið átak þarf til að kippa þessu í lag.
5) Að sorphreinsun hefur hvað mest verið unnið á undanförnum
árum, og hafa sveitarfélögin gengið þar ötullega fram og mörg sam-
einazt um stór svæði til sorphirðingar, en önnur hafa reynt að útvega
sér betri sorpstæði, þar sem hægt er að grafa sorpið niður. Unnið hefur
verið að því á einstöku stöðum að koma upp sorpbrennslu, þar sem ekki
virðist vera um annað að ræða.
Hér fylgir tafla um magn og gæðamat mjólkur í landinu. Magn inn-
veginnar mjólkur fer enn vaxandi (100.568.092 kg). Aðalmarkmiðið
með söfnun á mjólkurskýrslum er að fylgjast með gæðum mjólkurinnar
í einstökum byggðarlögum og raunar einnig hjá einstökum bændum til
þess að komast að því, hvar helzt er úrbóta þörf. Þar sem þessari hlið
mjólkureftirlitsins hefur ekki verið sinnt áður, verður nánari greinar-
gerð um það að bíða seinni tíma.
Skýrsla um mjólkurmagn og mjólkurflokkun í landinu.
Mjólkurstöð Innvegin mjólk I. flokkur II. flokkur III. flokkur IV. flokkur
Reykjavík 6.040.138 kg 93,27% 6,20% 0,38% 0,15%
Borg'arnes 8.349.051 — 97,18— 1,90— 0,90— 0,02—
Grafarnes 787.559 — 98,19— 1,80— 0,01— 0,00—
Búðardalur 2.373.675 — 94,50— 4,08— 1,40— 0,02—
Patreksfjörður 437.548 — 94,02— 4,92— 1,06— 0,00—
Isafjörður 1.361.410 — 92,86— 5,03— 1,92— 0,19—
Hvammstangi 2.826.193 — 76,11— 18,74— 4,70— 0,45—
Blönduós 3.536.262 — 75,69— 22,18— 2,05— 0,08—
Sauðárkrókur 7.215.979 — 90,79— 8,57— 0,59— 0,05—
Ólafsfjörður 288.241 — 95,95— 3,99— 0,06— 0,00—
Akureyri 20.861.052 — 4,13— 0,09—
Húsavík 6.457.588 — 88,91— 9,08— 2,01— 0,00—
Þórshöfn 231.410 — 99,73— 0,20— 0,07— 0,00—
Vopnafjörður 492.261 — 90,46— 6,69— 2,80— 0,05—
Egilsstaðir 2.105.078 — 84,08— 11,66— 3,91— 0,35—
Neskaupstaður 477.267 — 92,26— 7,74— 0,00— 0,00—
Djúpivogur 261.047 — 82,04— 14,60— 2,98— 0,38—
Hornafjörður 1.438.515 — 81,42— 15,19— 3,30— 0,09—
Selfoss 35.027.818 — 97,34— 2,19— 0,44— 0,03—
Samtala
100.568.092 —