Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1970, Blaðsíða 132
1970
— 130 —
kvæmt reglugerð og talsverð tregða í bændum, sem finnst meðferð ill
á hundunum við hreinsunina.
Matvælaeftirlit.
Gerlarannsóknastofa Fiskifélags Islands hefur látið í té eftirfar-
andi skýrslu um rannsóknir sínar á matvælum vegna matvælaeftirlits
ríkisins á árinu:
Til gerlarannsókna bárust Gerlarannsóknadeild Rannsóknastofnunar
fiskiðnaðarins 1953 sýnishorn af mjólk, mjólkurvörum, öðrum mat-
vælum, neyzluvatni o. fl., sem tekin voru af heilbrigðisyfirvöldunum
eða í samráði við þau. Sýnishorn bárust frá borgarlækninum í Reykjavík
(1749), heilbrigðisfulltrúa Akureyrar (4), héraðslækninum á Blöndu-
ósi (19), héraðslækninum á Eskifirði (4), heilbrigðisnefnd Eskifjarðar
(3), héraðslækninum í Hafnarfirði (6), heilbrigðisfulltrúanum í Hafn-
arfirði (14), heilbrigðismiðstöðinni í Húsavík (8), heilbrigðisnefnd
Höfðakaupstaðar (3), heilbrigðisnefnd Isafjarðar (12), heilbrigðis-
eftirliti Keflavíkur (4), heilbrigðiseftirliti Neskaupstaðar (6), heil-
brigðisnefnd Patrekshrepps (13), Heilbrigðiseftirliti ríkisins (34),
heilbrigðisfulltrúa Sauðárkróks (55), héraðslækninum á Suðureyri (15),
heilbrigðisnefnd Suðurfjarðahrepps (1), héraðslækninum í Vestmanna-
eyjum (2) og héraðslækninum á Vopnafirði (1). Sýnishorn skiptust
þannig eftir tegundum:
Mjólk .......................... 632
Súrmjólk ........................ 82
Rjómi .......................... 211
Undanrenna ...................... 70
Smjör ............................ 5
Skyr ............................ 71
Mjólkur- og rjómaís ............ 142
Rjómalíki ........................ 2
Smjörlíki ........................ 1
Vatn ........................... 271
Uppþvottavatn .................. 279
Brauð ........................... 11
Álegg............................ 27
Egg .............................. 1
Kæfa ............................ 25
Salöt ........................... 83
Sviða- og svínasulta ............ 21
Hrútspungar ...................... 2
Hrossakjötshakk .................. 1
Fiskbollur ....................... 1
Rækjur ........................... 5