Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1970, Blaðsíða 153
— 151 —
1970
Vegna slyssins 19. apríl 1965 verður að telja, að maðurinn hafi hlotið
varanlega örorku, og telst sú örorka hæfilega metin 25%.“
3. Örorkumat Stefáns Guðnasonar, yfirlæknis Tryggingastofnunar
ríkisins, dags. 17. marz 1970, svohljóðandi:
„Vinnuslys 27. nóvember 1968.
Slasaði var við vinnu sína í m.s ... .fossi, er slysið vildi til. Verið
var að losa landfestar við bryggju á ... .firði, er landfestarvír slóst
í P., svo að hann féll við í sjóinn og náðist fljótlega upp aftur. Læknir
kom um borð eftir nokkrar klukkustundir og athugaði meiðsli slasaða.
Skipið hélt áfram ferð sinni, en á .... firði fór slasaði til skoðunar í
P- S. N. daginn eftir slysið, hinn 28. nóvember 1968, og varð hann eftir
af skipinu í þeim stað, þó ekki lagður inn á sjúkrahúsið.
1 vottorði .... læknis, . ...firði, dags. 5. desember 1968, segir, að
um sé að ræða distorsio articulationis humeri sinistra. Fractura costae
obs. pro og verði sjúklingur sendur til áframhaldandi meðferðar til heim-
ilislæknis síns. I vottorðum heimilislæknisins ... . firði, dags. 10.
desember 1968 og 4. janúar 1969, er slasaði talinn óvinnufær til 20.
desember 1968.
Fyrir liggur vottorð .... [sama] læknis, ...., dags. 5. nóvember
1969, svohljóðandi:
„P. S-son, f..... 1935, til heimilis ...., ....firði, hefur komið í
skoðun til mín þann 28. nóvember 1968. Hann hefur beðið um að senda
úverkavottorð til þín, og fylgir hér úrdráttur úr sjúkraskýrslu, sem var
tekin af sjúklingi, þegar hann kom hingað:
„Sjúkl. kemur hingað í dag um hádegið og segist hafa orðið fyrir
slysi á ... .firði í gær. Slysið varð með þessum hætti: Sjúkl. var að
losa skipið og hélt sér með vinstri hendi í lunninguna og ætlaði að fara
um borð í skipið, þegar skipinu var keyrt áfram, og strekktist tóið þá
rtiikið og slóst í sjúkl. með þeim afleiðingum, að hann kastaðist upp í
loft og lenti í sjóinn milli skips og bryggju. Sjúkl. mun ekki hafa misst
meðvitund við þetta og gat komizt með aðstoð um borð aftur. Héraðs-
Iseknir á ... .firði skoðaði sjúkl. og sendi hann hingað til nánari at-
hugunar. í gær og líka í dag kom smávegis blóð upp úr sjúkl., þegar
hann hóstaði. Hann kvartaði um verk v. megin í thorax við hósta og
andardrátt, einnig á hann erfitt með að breyta um stellingu, þegar hann
hggur útaf. Á erfitt með að hreyfa v. axlarliðinn, getur t. d. alls ekki
lyft handleggnum upp fyrir horisontal.
Obj.: Sjúklingur mun vera með skrámu praetibialt á fótleggjunum,
°g voru settar umbúðir á þær á . .. .firði. Cor og pulm. stet: Eðlil.
Pymsli við compression v. megin ofarlega. Hreyfingar í v. axlarlið
hindraðar, og getur sjúkl. ekki lyft handleggnum meira en rétt upp ’
horisontal. Rtg. myndir af v. öxl sýna enga áverka á beinum, og rtg.-