Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1970, Blaðsíða 99
— 97 —
1970
Partus cum laceratione perinei, alia laceratione non indicata .............. 482
— — alio traumate matris ............................................ 2
— — alia complicatione .............................................. 142
Á árinu fóru fram 95 fóstureyðingar samkvæmt lögum nr. 38/1935,
°g er gerð grein fyrir þeim aðgerðum í töflu XII. Tekið var tillit til fé-
lagslegra aðstæðna jafnframt í 20 tilfellum.
Fram fóru 13 aðgerðir samkvæmt afkynjunar- og vönunarlögum nr.
16/1938, þar af 4 fóstureyðingar eingöngu eða ásamt vönun.
Hólmavíkur. Allar gravid konur koma reglulega til skoðunar.
Hofsós. Konum ráðlagt að fæða ekki í heimahúsum, nema sérstak-
lega standi á.
Dalvíkur. Eftirlit með barnshafandi konum eykst, m. a. vegna Rhe-
sus-varna. Hafið var á þessu ári skipulagt eftirlit, sem ljósmæður hér-
aðsins annast.
Grenivíkur. Flestar konur láta fylgjast með sér um meðgöngutímann.
Þórshafnar. Konur í héraðinu fæða allar í heimahúsum, oft við mis-
■löfn skilyrði. Sjúkraskýli staðarins hefur ekki verið starfrækt í nokkur
ar» og er það til mikils baga.
Vopnafj. Mæðraeftirlit er reglubundið og góður skilningur ríkj-
andi meðal mæðra á nauðsyn þess.
Eskifj. Sérstakur tími fyrir barnshafandi konur var annan hvern
miðvikudag.
HúÖa. Allar ófrískar konur skoðaðar nokkrum sinnum á meðgöngu-
tímanum og fylgzt með þeim að öðru leyti.
Djúpavogs. Einn dagur í viku eftir hádegi var ætlaður skoðun van-
líerra og til ungbarnaeftirlits. Sent var blóð til flokkunar frá öllum
vanfærum.
B. Meðferð nngbarna.
Ejósmæður geta þess í skýrslum sínum (sbr. töflu XIII), hvernig
^805 börn, sem skýrslurnar ná til að þessu leyti, voru nærð eftir fæð-
lnguna. Eru hundraðstölur sem hér segir:
Brjóst fengu......................... 86,68%
Brjóst og pela fengu............. 8,67—
Pela fengu....................... 4,65—
í Reykjavík líta samsvarandi tölur þannig út:
Brjóst fengu......................... 93,19%
Brjóst og pela fengu............. 2,67—
Pela fengu....................... 4,14—
Sjá ennfremur skýrslu Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, bls. 119.