Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1970, Blaðsíða 160
1970
158
en verklegar úrlausnir mun betur. Dreifing milli mismunandi þátta er
nokkuð jöfn að öðru leyti. Bendir það frekar til, að hæfileikar hafi ekki
rýrnað, eftir að fullum þroska var náð. Þó slík próf séu engin lokasönn-
un í þeim efnum, eru þau þó jafnan veruleg ábending. Persónuleika-
próf með aðferð Rorschachs sýnir fátækleg svör og einföld að gerð og
innihaldi, þó fyrir bregði frumlegum svörum. Hugkvæmni og form er
allgott.
Ýmislegt þykir benda á tilfinningalega bælingu og hömlur, kvíða og
bölsýni nokkra, sem þó ekki verður úr skorið, hvers eðlis sé.
Er B. kemur til viðtals nú fyrir skemmstu, er talsvert annað útlit
á henni, hún er fjarska blátt áfram klædd og ekkert sérstaklega tilhöfð,
en yfirbragðið er að öðru leyti hið sama og var undir áferðarfallegi'i
„glasur“ fyrir ári síðan. Þá var hún komin frá Bandaríkjunum fyrir
3 mánuðum, en nú hefur hún unnið uppi í .... í 10 mánuði, fellur það
miðlungi vel, en vinnur þar samt, enda býður menntun hennar eða
menntunarleysi ekki upp á marga valkosti. Skyndipróf eru tekin til átt-
unar. Greind mælist svipuð og fyrr (með öðru prófi), og persónuleika-
próf sýnir ekkert, sem almenn athugun leiðir ekki í ljós.
1 stuttu máli er hér um að ræða 23 ára gamla stúlku með tæpa meðal-
greind, sem elst upp á heimili foreldra sinna hér í Reykjavík, með veikl-
uðum föður og f jasgjarnri móður, yngst 6 systkina, f..... 1949. Bróðir
hennar drekkur að einhverju marki, en systir er „taugaveikluð" og hef-
ur enda orðið að leggjast á sjúkrahús vegna þess. Skólaganga er tíð-
indalaus og sviplítil og skilar lélegum árangri á unglingaprófi. Hún
er í sveit á sumrum frá 4—10 ára aldurs, en síðan heima án sérstakra
verkefna. Hún fer síðan að vinna þegar að lokinni skólagöngu og gengur
þokkalega, var komin við skrifstofustörf í ......
Sextán ára gömul verður hún fyrir bifreiðaslysi, skaddast nokkuð og
rotast. Ekki liggur Ijóst fyrir, hve lengi hún var meðvitundarlaus, en
þegar við komu á spítalann er hún við nokkra meðvitund. 2 dögum síðar
er hún sögð við fulla meðvitund, svo hún hefur fengið þá fullu meðvit-
und einhverntíma þar á milli. Eftir að hún kemur af spítalanum, fer
hún aftur að vinna í . .. . og fram í október 1968, en þá eða upp úr því
fer hún til Bandaríkjanna í 1 ár og aftur eftir 1 árs dvöl heima, er hún
vinnur í þvottahúsi, er vestra í % ár, kemur síðan aftur og hefur verið
heima og vinnandi síðan, og nú síðustu 10 mánuðina í .... á........
Hefur hún ekki misst teljandi úr vinnu.
Við rannsókn verða ekki fundin einkenni, sem með neinum teljandi
líkum bendi til vefrænna heilaskemmda.
Niðurstaða mín er því: B. M-dóttir er tæplega meöalgreind stútka
að upplagi, sem hefur haldið heldur slaklega á hæfileikum sínum og
möguleikum, hefur heldur veikan og vanræktan persónuleika, en ekkert