Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1970, Blaðsíða 166
1970
— 164
Máliö er lagt fyrir læknará'ð á þá leið,
að beiðzt er svars við eftirfarandi spurningum:
1. Hversu miklar líkur telur læknaráð fyrir því, með tilliti til fyrir-
liggjandi blóðrannsóknar, að varnaraðili, Y, sé faðir barnsins, sem
um ræðir í máli þessu?
2. Hver er að áliti læknaráðs líklegasti getnaðartími bai*ns þess, er X ól
þann 24. 2. 1969?
3. Hver er að áliti læknaráðs hugsanlegur getnaðartími áðurgreinds
barns? Ef 6. júlí 1968 er á þeim hugsanlega getnaðartíma að áliti
ráðsins, hverjar hlutfallslíkur telur ráðið þá á því, að barnið sé
getið þann dag?
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Ad. 1. Af fyrirliggjandi blóðflokkarannsókn er varnaraðili ekki úti-
lokaður frá faðerni umrædds barns, en ekki verður dæmt um líkur af
þessum rannsóknum til þess, að hann sé faðir barnsins.
Ad. 2. Gera má ráð fyrir, að um 65 af hundraði meybarna með þroska-
merki, sem hér um ræðir, séu getin 250—280 dögum fyrir fæðingu.
Ad. 3. Ekki verður tiltekinn ákveðinn dagur sem fyrsti eða síðasti
hugsanlegur getnaðardagur barns, en hverfandi litlar líkur eru til
þess, að meybarn, sem er 2900 g að þyngd og 50 cm á lengd, sé getið
síðar en 210 dögum fyrir fæðingu eða fyrr en 315 dögum fyrir fæð-
ingu.
Miðað við lengd barnsins má áætla, að líkur til þess, að barnið sé
getið 6. júlí 1968, séu í hæsta lagi um 2% og um 7% miðað við þyngd.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 23. nóvem-
ber 1972, staðfest af forseta og ritara 15. desember s. á. sem álitsgerð
og úrskurður læknaráðs.
Málsúrslit: Með dómi bæjarþings Reykjavíkur, kveðnum upp 14. marz 1973, var
varnaraðili dæmdur faðir bams sóknaraðila og honum gert að greiða með því með-
lag til 17 ára aldurs og málskostnað-.