Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1970, Blaðsíða 126
1970
— 124 —
Dvalar- og- dagheimili fyrir börn og unglinga.
Rvík. Á árinu tók til starfa nýtt dagheimili fyrir börn, Sunnuborg, að
Sólheimum 21. Borgaryfirvöld afhentu það barnavinafélaginu Sumar-
gjöf.
Dagheimili: Börn alls 1471, dvalardagar 188827.
Leikskólar: Börn alls 1270, dvalardagar 101838.
Vistheimili 7: Dvalardagar 27731.
Rauði Kross Islands tók á móti 169 börnum að Laugarási í Biskups-
tungum. 1 barnaheimili Vorboðans í Rauðhólum dvöldu 60 börn. í sum-
arheimili Hjálpræðishersins í Elliðakotslandi í Mosfellssveit dvöldu
24 börn.
Barnaverndarnefnd afgreiddi 25 umsóknir um ættleiðingar. Nefndin
fékk á árinu 17 hjónaskilnaðarmál til umsagnar vegna deilna um for-
ræði barna. Nefndin hafði á árinu afskipti af 235 börnum vegna sam-
tals 453 afbrota, 205 piltum og 30 stúlkum. Brot þeirra voru sem hér
segir: Hnupl og þjófnaðir 107 (95 hjá piltum, 12 hjá stúlkum). Inn-
brot 167 (167 p.). Svik og falsanir 44 (41 p., 3 st.). Skemmdir og spell 46
(46 p.). Flakk og útivist 8 (1 p., 7 st.). Meiðsl og hrekkir 19 (19 p.).
Ölvun 18 (11 p., 7 st.). Ýmsir óknyttir 44 (41 p., 3 st.). Nokkur fækkun
er á skráðum afbrotum frá fyrra ári, og sama er að segja um ölvunar-
tilfelli. Kvenlögreglan hafði afskipti af 58 stúlkum á aldrinum 12—19
ára, einkum vegna útivistar, lauslætis, þjófnaðar og áfengisneyzlu.
Stykkishólms. Á árinu tók aftur til starfa í nýjum húsakynnum sum-
ardvalarheimili og dagheimili það, sem St. Franciskus-systurnar hafa
rekið í nábýli við sjúkrahúsið.
Vinnuheimilið að Reykjalundi.
Orsakir örorku vistmanna, sem innrituðust á árinu, voru:
Berklaveiki (eða afleiðingar hennar) ........ 17 (6%)
Sjúkdómar í miðtaugakerfi .................. 101 (35%)
Bæklanir (eftir slys, meðfæddar o. fl.) ..... 46 (16%)
Lungnasjúkdómar (aðrir en berklar) ........... 6 (2%)
Hjartasjúkdómar .............................. 9 (3%)
Gigtsjúkdómar ............................... 57 (20%)
Geðsjúkdómar ................................ 34 (12%)
Ýmislegt .................................... 15 (6%)
Eins og áður unnu vistmenn við ýmis störf, bæði við plastiðju,
trésmíði, járnsmíði, saumaskap og ýmsa aðra þjónustu sér til gagns,
náms, þjálfunar eða afþreyingar.
Fjöldi vistmanna við störf í ársbyrjun...... 89
Hófu störf á árinu.......................... 60
Vistmenn alls við störf á árinu ............ 149
Hættu störfum á árinu ...................... 53
Vistmenn við störf í árslok................. 96