Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1970, Blaðsíða 148
1970
— 146 —
Tilfinningaskyn er minnkað í gómum og greinilega nokkrar blóðrásar-
truflanir.
Aðspurð kveðst konan vera mjög stirð í fingrum á morgnana, fær
verki við kuldabreytingar, getur ekki saumað, en kveðst áður hafa
saumað flest fyrir heimili sitt og börn (hún á 3 börn, 14, 12 og 9 ára).
Hún kveðst einnig eiga mjög bágt með að vinda, er hún vinnur við ræsti-
störfin.
Ályktun. Hér er um að ræða rúmlega fertuga konu, sem slasaðist við
vinnu sína fyrir um það bil 8 mánuðum. Við slysið þá hlaut hún mikinn
áverka á fingur hægri handar, og sem afleiðingu þeirra meiðsla hefur
hún nú mikinn stirðleika í vísifingri, löngutöng og baugfingri og stytt-
ingu á þessum þrem fingrum. Auk þess hefur hún blóðrásartruflanir
í fingrunum og skyntruflanir.
Vegna slyssins verður að telja, að konan hafi hlotið tímabundna og
varanlega örorku, sem telst hæfilega metin þannig:
1 2 mánuði 100% örorka
I 2 — 75% —
í 2 — 50% —
13 — 25% —
1 3 — 15% —
Og síðan varanleg örorka 10%.“
Máliö er lagt fyrir læknaráö á þá leið:
að beiðzt er umsagnar um eftirfarandi atriði:
1. Fellst læknaráð á örorkumat Páls Sigurðssonar læknis, dags. 24
apríl 1971, og þá sérstaklega það mat læknisins, að um 10% varanlega
örorku stefnanda sé að ræða?
2. Fallist læknaráð ekki á nefnt örorkumat Páls Sigurðssonar, er
þess beiðzt, að ráðið meti hæfilega örorku stefnanda af völdum slyss
þess, er í málinu greinir.
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknará'ös:
Ad 1.: Læknaráð fellst á örorkumat Páls Sigurðssonar, dags. 24.
apríl 1971.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 22. marz
1972, staðíest af forseta og ritara 3. maí s. á. sem álitsgerð og úrskurð-
ur læknaráðs.
Málsúrslit: Með dómi bæjarþings Reykjavíkur, kveðnum upp 18. júlí 1972, var
stefndi dæmdur til að greiða stefnanda kr. 266.666,00 að frádregnum launagreiðslum
frá stefnda kr. 10.541,00, með 7% ársvöxtum frá 4. september 1970 til greiðsiu-
dags og kr. 55.000,00 í málskostnað. Fébótaábyrgð var lögð á stefnda að % hlutum-