Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1970, Blaðsíða 64
1970
— 62
og þjóðartekjur jukust langt umfram aukningu þjóðarframleiðslu,
eða um 10,5%. Fólksfjölgun var mjög lítil á árinu, eða aðeins
um 0,6% aukning meðalmannfjölda. Þjóðarframleiðsla á mann
jókst þannig um 5,4% og þjóðartekjur um 9,8%. Undirstaða vaxtar
framleiðslu og tekna á árinu var hin hagstæða þróun í sjávarútvegi.
Fiskaflinn var um 733 þús. tonn, eða rúmlega 6% meiri en árið áður,
og heildaraflaverðmæti á föstu verðlagi jókst um 5,4%. Framleiðsla
sjávarafurða var rúmlega 6% meiri að magni en árið áður, en vegna
hinnar miklu hækkunar útflutningsverðlags jókst verðmæti framleiðsl-
unnar um meira en 28 %. Landbúnaðarframleiðslan var nánast sú sama
að magni og árið áður. Iðnaðarframleiðsla, önnur en framleiðsla sjávar-
afurða, jókst um allt að 22% að magni, en byggingarstarfsemi og
mannvirkjagerð mun aðeins hafa aukizt um 2% frá lægð ársins 1969.
Vöxtur innlendrar eftirspurnar hafði því ekki mikil áhrif á byggingar-
starfsemina á árinu 1970. 1 öðrum atvinnugreinum, aðallega verzlun
og ýmsum þjónustugreinum, varð nokkur aukning framleiðslu, senni-
lega um 4%. Einkaneyzla, að meðtöldum kaupum varanlegra muna,
svo sem bifreiða, og meðtalinni heilbrigðisþjónustu við einstaklinga,
jókst að magni um 12,2% í heild, eða um 11,5% á mann. Samneyzla,
þ. e. stjómsýsla, réttargæzla, menntun, almenn heilsugæzla og önnur
þjónusta hins opinbera, jókst um 4,5%. Fjármunamyndun í heild
jókst um 8,7% frá árinu áður. Þannig jókst fjárfesting atvinnuveg-
anna um rúm 29% þrátt fyrir verulega minnkun framkvæmda við
álverið í Straumsvík, en í öllum öðrum atvinnugreinum var um
verulega aukningu fjármunamyndunar að ræða, einkum þó í fisk-
veiðum og. flutningum. íbúðabyggingar voru aðeins um 1% meiri að
magni en árið áður, og framkvæmdir við byggingar og mannvirki
hins opinbera drógust nokkuð saman. Til byggingar sjúkrahúsa og
sjúkraskýla var varið um 253 m. kr., og var það rúmlega 44% hærri
upphæð en árið áður. Útflutningur vöru og þjónustu jókst um 19,3%
að magni á árinu og innflutningur um 26,4%, en viðskiptajöfnuðurinn
við útlönd var hagstæður um 725 m. kr., og gjaldeyrisstaða bankanna
batnaði um 1200 m. kr. Atvinnuástand batnaði verulega á árinu miðað
við árið á undan. Skráð atvinnuleysi var um 1,3% af mannafla að meðal-
tali, en hafði verið um 2,5% 1969. Tímakaup verkafólks og iðnaðar-
manna hækkaði um nær 24% frá fyrra ári, og gætti þar mest áhrifa
almennra kjarasamninga í júní 1970. Vísitala framfærslukostnaðar
hækkaði um 13,2% frá árinu áður, og kaupmáttur tímakaups jókst
því um 9,5%, en á árunum 1968 og 1969 hafði kaupmátturinn rýrnað
um samtals 11,5%. Kaupmáttur ráðstöfunartekna einstaklinga miðað
við verðlag vöru og þjónustu jókst um nær 14% að meðaltali á mann á
árinu, en hafði samtals rýrnað um rúm 18% næstu þrjú árin á undan.1)
x) Frá Efnahag’sstofnuninni.