Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1970, Page 64

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1970, Page 64
1970 — 62 og þjóðartekjur jukust langt umfram aukningu þjóðarframleiðslu, eða um 10,5%. Fólksfjölgun var mjög lítil á árinu, eða aðeins um 0,6% aukning meðalmannfjölda. Þjóðarframleiðsla á mann jókst þannig um 5,4% og þjóðartekjur um 9,8%. Undirstaða vaxtar framleiðslu og tekna á árinu var hin hagstæða þróun í sjávarútvegi. Fiskaflinn var um 733 þús. tonn, eða rúmlega 6% meiri en árið áður, og heildaraflaverðmæti á föstu verðlagi jókst um 5,4%. Framleiðsla sjávarafurða var rúmlega 6% meiri að magni en árið áður, en vegna hinnar miklu hækkunar útflutningsverðlags jókst verðmæti framleiðsl- unnar um meira en 28 %. Landbúnaðarframleiðslan var nánast sú sama að magni og árið áður. Iðnaðarframleiðsla, önnur en framleiðsla sjávar- afurða, jókst um allt að 22% að magni, en byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð mun aðeins hafa aukizt um 2% frá lægð ársins 1969. Vöxtur innlendrar eftirspurnar hafði því ekki mikil áhrif á byggingar- starfsemina á árinu 1970. 1 öðrum atvinnugreinum, aðallega verzlun og ýmsum þjónustugreinum, varð nokkur aukning framleiðslu, senni- lega um 4%. Einkaneyzla, að meðtöldum kaupum varanlegra muna, svo sem bifreiða, og meðtalinni heilbrigðisþjónustu við einstaklinga, jókst að magni um 12,2% í heild, eða um 11,5% á mann. Samneyzla, þ. e. stjómsýsla, réttargæzla, menntun, almenn heilsugæzla og önnur þjónusta hins opinbera, jókst um 4,5%. Fjármunamyndun í heild jókst um 8,7% frá árinu áður. Þannig jókst fjárfesting atvinnuveg- anna um rúm 29% þrátt fyrir verulega minnkun framkvæmda við álverið í Straumsvík, en í öllum öðrum atvinnugreinum var um verulega aukningu fjármunamyndunar að ræða, einkum þó í fisk- veiðum og. flutningum. íbúðabyggingar voru aðeins um 1% meiri að magni en árið áður, og framkvæmdir við byggingar og mannvirki hins opinbera drógust nokkuð saman. Til byggingar sjúkrahúsa og sjúkraskýla var varið um 253 m. kr., og var það rúmlega 44% hærri upphæð en árið áður. Útflutningur vöru og þjónustu jókst um 19,3% að magni á árinu og innflutningur um 26,4%, en viðskiptajöfnuðurinn við útlönd var hagstæður um 725 m. kr., og gjaldeyrisstaða bankanna batnaði um 1200 m. kr. Atvinnuástand batnaði verulega á árinu miðað við árið á undan. Skráð atvinnuleysi var um 1,3% af mannafla að meðal- tali, en hafði verið um 2,5% 1969. Tímakaup verkafólks og iðnaðar- manna hækkaði um nær 24% frá fyrra ári, og gætti þar mest áhrifa almennra kjarasamninga í júní 1970. Vísitala framfærslukostnaðar hækkaði um 13,2% frá árinu áður, og kaupmáttur tímakaups jókst því um 9,5%, en á árunum 1968 og 1969 hafði kaupmátturinn rýrnað um samtals 11,5%. Kaupmáttur ráðstöfunartekna einstaklinga miðað við verðlag vöru og þjónustu jókst um nær 14% að meðaltali á mann á árinu, en hafði samtals rýrnað um rúm 18% næstu þrjú árin á undan.1) x) Frá Efnahag’sstofnuninni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.