Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1970, Blaðsíða 145
— 143 —
1970
hann til blóðrannsóknar í framangreinda rannsóknarstofu. Blóðmæling
þennan dag sýndi, að hann hafði þá að undanförnu tekið lyfið samkvæmt
fyrirmælum, þ. e. 40 til 50 mg á dag. Lyf þetta, dicumarol, er sega-
varnarlyf (anticoagulantia) og er notað til að koma í veg fyrir blóð-
sega (blóðstorkumyndun) í æðakerfi líkamans. Lækningamáttur lyfs-
ins byggist á þeim eiginleikum þess að draga úr myndun vissra efna-
sambanda (Prothrombin, Proconvertin), sem eru viðriðin blóðsega-
myndun.“
Með vísan til síðast nefnds vottorðs beindi verjandi ákærða eftirfar-
andi spurningum til Rannsóknarstofu próf. Jóns Steffensen í bréfi, dags.
28. október 1971:
1. Getur neyzla lyfsins dicumarol í þeim mæli, sem að framan greinir,
haft áhrif á mælingu reducerandi efna í blóðsýni (þ. e. haft reducerandi
áhrif á blóð) og, ef svo er, hve mikil?
2. Sé áfengis neytt í framhaldi af neyzlu lyfsins, er þá líklegt, að ástand
neytandans verði annað („ófyrirsjáanleg áhrif“) en það, sem eðlilega
leiðir af neyzlu áfengis eingöngu?
Prófessor Jón Steffensen svaraði greindum spurningum með greinar-
gerð, dags. 1. nóvember 1971, svohljóðandi:
„Svar við spurningu 1: Ég hef hvergi séð þess getið, að dicumarol-
meðferð geti haft áhrif á magn rokgjarnra, redueerandi efna í blóði.
Enda ekki líklegt af verkunarhætti lyfsins, að svo geti orðið.
Spurningu 2 svara ég neitandi. Enda aldrei varað við áfengisneyzlu
sem slíkri í sambandi við dicumarol-meðferð.“
Málið er lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að beiðzt er svars við eftirfarandi spumingum:
1. Getur neyzla lyfsins dicumarol, 40—50 mg á dag, haft áhrif á mæl-
ingu reducerandi efna í blóðsýni (þ. e. haft reducerandi áhrif á blóð)
°g, ef svo er, hve mikil ?
2. Sé áfengis neytt í framhaldi af neyzlu lyfsins, er þá líklegt, að
ástand neytandans verði annað („ófyrirsjáanleg áhrif“) en það, sem
eðlilega leiðir af neyzlu áfengis?
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Ad 1. Nei.
Ad 2. Samkvæmt núverandi þekkingu er ekki vitað, að ástand neyt-
andans verði annað („ófyrirsjáanleg áhrif“) en það, sem eðli-
lega leiðir af neyzlu áfengis.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 10. íebrúar
1972, staðfest af forseta og ritara 10. marz s. á. sem álitsgerð og úr-
skurður læknaráðs.