Þjóðmál - 01.06.2020, Page 12

Þjóðmál - 01.06.2020, Page 12
10 ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 V. Viðbrögð almennings einkenndust af miklu trausti í garð þeirra sem miðluðu upplýsingum um ráðstafanir til að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins. Þá jókst einnig traust í garð ríkisstjórnarinnar vegna aðgerða hennar og framgöngu einstakra ráðherra. Í ávarpi sínu á þjóðhátíðardaginn 17. júní 2020 leit Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra til baka og sagði: „Meðal annars vegna öflugs menntakerfis og heilbrigðiskerfis, öflugra vísindamanna og rannsókna höfum við náð þeim árangri sem náðist í baráttunni gegn veirunni. Fjöldi þeirra sem hafa verið prófaðir hefur gert það að verkum að hið alþjóðlega vísindasamfélag hefur fylgst grannt með Íslandi, sú aðferðafræði að rekja, greina og nýta sóttkví og einangrun auk þess að við öll gættum hreinlætis, hefur sýnt sig vera árangursrík nálgun í baráttunni við skæðan vágest. Þær sóttvarnaráðstafanir sem við tókum öll þátt í voru ekki síst til að vernda þau sem síst máttu við að fá veiruna, aldraða og sjúka, auk allra þeirra sem þurftu að standa vaktina í framlínunni. Og í þessari viku stigum við varfærið skref til að opna landamærin. Það var mat sér- fræðinga að slíkt skref væri ráðlegt að stíga en um leið gerum við okkur fulla grein fyrir þeirri áhættu sem þeirri opnun fylgir. Stjórn- völd munu fylgjast grannt með hvernig til tekst og bregðast hratt við með afgerandi hætti, gerist þess þörf. Við verðum áfram að gæta ítrustu varfærni, enda geisar faraldur- inn enn víða um heim og gæti blossað upp aftur hér. Við verðum að hafa augun áfram á boltanum. Okkur gekk vel en ef til vill var þetta aðeins fyrri hálfleikur. En baráttan gekk vel – vegna þeirrar ákvörðunar að forgangsraða heilbrigðis- sjónarmiðum og mannslífum. Þeirrar ákvörðunar að fletja út kúrfuna eins og það er kallað, draga eins og unnt er úr álagi á heilbrigðiskerfið og hafa almannahagsmuni að leiðarljósi. Þegar leiðarljósið er skýrt er auðveldara að taka góðar ákvarðanir. Þegar ákvarðanir byggjast á rannsóknum og gögnum þá verða þær betri. En eitt verkefni kallar á annað. Heims- faraldurinn olli einu mesta áfalli í heila öld þar sem alvarlegt skarð er hoggið í útflutnings tekjur. Þó má telja einstakt að tekist hefur að halda þjóðhagslegum stöðugleika þrátt fyrir þetta áfall, vextir eru lægri en nokkru sinni sem er eitt mikil- vægasta lífskjaramál almennings. Þetta er ekki tilviljun. Með samstilltu átaki síðustu ár hafa stjórnvöld, Seðlabanki Íslands og aðilar vinnumarkaðarins náð miklum árangri á þessu sviði. Stóra verkefnið er að vinna bug á atvinnuleysinu – og tryggja að það verði ekki langvinnt með því að skapa störf og tryggja afkomu fólks. Við þurfum að byggja upp til skemmri og lengri tíma, efla fjárfestingu og fjölga störfum og gleyma því ekki að við viljum kolefnishlutlaust samfélag, nýsköpunar- samfélag, þekkingarsamfélag. Þrátt fyrir alvarleg áföll eigum við nú að horfa til framtíðar og byggja upp fjölbreyttara, grænna og tæknivæddara atvinnulíf. Þar mun almannavaldið hafa mikilvægu hlutverki að gegna enda er það svo að opinber fjárfesting í grunnrannsóknum og nýsköpun hefur skilað sér í mörgu af því sem nú telst sjálfsagt, eins og snjallsímum, rafbílum og líftæknilyfjum. Slík fjárfesting Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra (Mynd: VB/HAG)

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.