Þjóðmál - 01.06.2020, Síða 13

Þjóðmál - 01.06.2020, Síða 13
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 11 hefur skilað sér margfalt til baka í auknum verðmætum og framförum.“ Líklegt er að oft verði vitnað til þessara orða forsætisráðherra þegar fram líða stundir og menn vilja fá gagnorða lýsingu á afstöðu forráðamanna þjóðarinnar til þess sem gerst hefur undanfarna mánuði í skugga COVID- 19-faraldursins. Enn þorir enginn að slá því föstu að baráttunni sé lokið. Á þessari stundu er því enn spáð að önnur bylgja kunni að ganga yfir heiminn. VI. Hér skal sérstaklega staldrað við það sem segir í síðustu efnisgrein hinna tilvitnuðu orða um „að við viljum kolefnishlutlaust samfélag, nýsköpunarsamfélag, þekkingar- samfélag“. Takist ríkisvaldinu með fjármunum sínum að virkja einkaaðila til samstarfs með þetta að markmiði yrði um álíka mikla byltingu á íslensku samfélagi að ræða og varð með aðildinni að Evrópska efnahags- svæðinu (EES) árið 1994. Áhrifa aðildarinnar gætti ekki síst á sviði rannsókna og nýsköpunar, þegar unnt var að virkja krafta allra sem höfðu beðið árum saman eftir að fá aukið svigrúm. Fótfestan fyrir stórt átak á þessum sviðum núna er öflugri en fyrir aldarfjórðungi og þess vegna er mikils að vænta verði rétt að málum staðið. Í grein í Morgunblaðinu sunnudaginn 28. júní 2020 sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra: „Ríkið getur hugað að vélinni, séð til þess að hún sé í lagi, tryggt henni gott súrefnisflæði. Það ætlum við að gera, ekki síst með því að leggja þunga áherslu á nýsköpun. Það sem mun koma okkur upp úr Covid er hugvit. Við höfum nú þegar stigið stór skref í þeim efnum á grundvelli nýrrar nýsköpunar- stefnu. Hið opinbera getur búið til jarðveginn en til að nýta hann þarf hugvitssama og þrautseiga frumkvöðla og athafnafólk. Í viðleitni þeirra til verðmætasköpunar reynir einmitt hvað mest á þrautseigjuna, sem ég nefndi áðan að væri einkenni á okkar sam- félagi. Annað nauðsynlegt verkefni er að hagræða í ríkisrekstrinum. Við þurfum að kasta þeirri ranghugmynd að hagræðing feli alltaf í sér niðurskurð á þjónustu. Því getur einmitt verið öfugt farið. Við höfum einfaldlega ekki efni á því að reka stóru kerfin okkar með óbreyttum hætti. Það var orðið ljóst löngu fyrir Covid, m.a. vegna lýðfræðilegra breytinga. Þarna er verkefni sem við getum ekki einfaldlega velt yfir á komandi kynslóðir. Það væri vond pólitík. Í slíku verkefni felast mikil tækifæri. Tækifæri til að stórauka nýsköpun innan ríkisrekstursins, sem leiða af sér nýjar lausnir, nýja tækni, aukið val og spennandi störf. Það er nefnilega hægt að endurhugsa margt í ríkisrekstri sem bætir þjónustu við borgarana, gerir kerfið skilvirkara og þannig sækjum við fram sem samfélag.“ Þessari afstöðu ráðherrans og ríkisstjórnar- innar hefur víða verið fagnað. Nýjungar í atvinnulífinu eru margar og vonandi ná flestar þeirra að vaxa og dafna. Tryggvi Hjaltason, hugsjóna- og framkvæmdamaður við nýsköpun, segir til dæmis að í fyrsta sinn í Íslandssögunni sé nú „röð af nýjum tölvuleikja fyrirtækjum sem eru með reynslu- mikið vel tengt fólk við stjórnvölinn komin á þann stað að geta hafið vöxt“. Kallar hann þetta „örlagaglugga“ sem kunni aldrei að opnast hér aftur og því skipti miklu að nýta hann vel næstu tvö árin. Þórdís Kolbrún R. Gylfa dóttir, nýsköpunar-, iðnaðar- og ferðamálaráðherra.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.