Þjóðmál - 01.06.2020, Page 16

Þjóðmál - 01.06.2020, Page 16
14 ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 Ásta S. Fjeldsted Sameiningin sem endaði ofan í skúffu Árið 2013 lagði svonefndur hagræðingar- hópur þáverandi ríkisstjórnar fram 111 tillögur er skyldu auka framleiðni og skilvirkni í ríkisrekstri. Markmið tillagnanna var einkum að „gera ríkisbúskapinn sjálfbæran til lengri tíma“, en þá var skuldsetning ríkissjóðs tölu- verð og fyrirséð að útgjöld myndu aukast, ekki síst vegna breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar. Hagræðingarhópurinn lagði ekki áherslu á beinar niðurskurðartillögur „heldur á kerfisbreytingar sem beindust að breytingum á áherslum, aðferðum og skipu lagi“ og gætu stuðlað að varanlegri hagræðingu og auknum árangri til lengri tíma.1 Ekki liggur fyrir mat á framgangi eða árangri tillagnanna, sem þó hefði verið ákjósanlegt. Töluvert var um sameiningartillögur frá hópnum og má þar sem dæmi nefna samein- ingu embætta Ríkisskattstjóra og Tollstjóra sem og Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftir- litsins, sem nú hafa verið framkvæmdar. Auk þeirra var tillaga, sem þó hefur ekki enn komist í framkvæmd, sem fólst í að skoða valdmörk og verkefni Póst- og fjarskipta- stofnunar og Samkeppniseftirlitsins út frá hugsanlegri sameiningu embættanna. Tillagan varð að sérstöku verkefni sem utan- aðkomandi ráðgjafar voru fengnir til að vinna. Ríkisstofnanir Ljóst er að töluverð skörun er á verkefnum Póst- og fjarskiptastofnunar og hinna stofnananna, bæði Samkeppniseftirlitsins og Neytendastofu. Á þetta hafa fyrirtæki bent sem lúta eftirliti þessa stofnana,

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.