Þjóðmál - 01.06.2020, Síða 25

Þjóðmál - 01.06.2020, Síða 25
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 23 Þessi niðurstaða veldur mér áhyggjum. En það sem veldur mér meiri áhyggjum er hvað þessi niðurstaða virðist hafa lítil áhrif á greinina eða umræður um hana almennt. Undanfarin fimm ár hefur greinin sjálf fjárfest í veiðum og vinnslu fyrir rúmlega 145 milljarða. Sem er vel, enda var til staðar uppsöfnuð þörf á að endurnýja fiskiskipaflotann. Ein helsta forsenda þess að gæði vörunnar viðhaldist og verði enn meiri er fjárfesting í tækniframförum sem fást með uppfærðum flota og framþróun í vinnslu. Þar að auki hafa þessar fjárfestingar mjög svo jákvæðar afleiðingar fyrir umhverfið og heildarímynd greinarinnar með minni olíunotkun og enn betri nýtingu aflans. Á innlendum ráðstefnum tengdum sjávar- útvegi og í orðræðu greinarinnar sjálfrar er þessum árangri óspart fagnað og ekki óalgengt að heilsíðuauglýsingar séu keyptar til að fagna því að nýtt skip sé sjósett. Það er ekkert athugavert við það, því þetta er sannarlega mikilvægur árangur. En það sem sárlega vantar er að greinin taki næsta skref og það skref kallar á álíka fjárfestingu, en ekki síður þekkingu sem þarf að sækja í aðrar greinar, eftirfylgni, eljusemi og endalausa vinnu sem hættir aldrei. Fjárfesting í markaðs- setningu vörunnar og vinna við að koma neytendum í skilning um áhrifin sem þessi mikla fjárfesting í veiðum og vinnslu hefur á vöruna og gæði hennar er nánast engin. Umræða um að ráðast þurfi í þessa vinnu hefur vissulega verið uppi og í nokkur ár hefur sameiginlegt markaðsátak greinarinnar verið alveg á næsta leiti. Þessi hægagangur fyllir mig ekki trausti um að greinin sjálf og við sem eigendur þessarar auðlindar skiljum mikilvægi þess að ráðast verði af sama krafti í þá vinnu og fjárfestingu sem þarf til að ná raunverulegum árangri á mörkuðum eins og gert hefur verið í tengslum við veiðar og vinnslu. Gott dæmi um þetta er sorgarsaga Icelandic-vörumerkisins sem var selt úr landi og hið opinbera endurheimti nýlega eftir áralanga misnotkun á því vörumerki á mörkuðum þar sem uppþíddur hvítur fiskur frá öllum heimshornum var seldur sem „íslenskur“ án þess að nokkur hreyfði við því andmælum. Að losa sig við vöru og skilja örlög hennar eftir í höndunum á þeim sem hafa engan hag af því að gera veg hennar sem mestan er ekki árangur miðað við allt sem við vitum og eigum að geta skilið. Mynd 2 – Skjáskot af radarinn.is/Umhverfismal/Fjarfesting. Fjárfesting í sjávarútvegi hefur verið mikil undanfarin fimm ár og í raun sú mesta frá því að lög um stjórn fiskveiða frá árinu 1990 tóku gildi. Það á bæði við um fjárfestingu í fiskveiðum og fiskvinnslu. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar nam nettó fjárfesting, það er fjárfesting að frádregnum seldum eignum, tæplega 23 milljörðum króna á árinu 2019. Skiptist hún nokkuð jafnt á milli fiskveiða og fiskvinnslu (Heimild: Hagstofa Íslands).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.