Þjóðmál - 01.06.2020, Qupperneq 26

Þjóðmál - 01.06.2020, Qupperneq 26
24 ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 Sjálf er ég ekki alin upp við að lesa ársreikninga né að greina hagvaxtaspár. Móðir mín er húsmæðraskólagengin flugfreyja með gott lag á bókhaldi og faðir minn er þjóðlaga- söngvari og blaðamaður. Mín upplifun af sjávarútveginum almennt og áhrifum hans á mitt daglega líf frá uppvexti hefur meira og minna verið lituð af ákveðinni tortryggni. Mér var gert að skilja hugtök eins og gjafakvóti, einkavinavæðing og helmingaskipti, en mér aldrei gert ljóst að lífsgæði á Íslandi standa og falla að miklu leyti með útflutnings- verðmætunum sem sjávarútvegurinn skapar. Það var raunar ekki fyrr en ég byrjaði að starfa við greinina að ég áttaði mig almenni- lega á því að svo margt af því góða sem við búum við og teljum sjálfsagt á Íslandi er undirorpið afkomu og ákvörðunum sem teknar eru í sjávarútvegi og í þeim ramma og regluverki sem löggjafinn setur greininni. Ég held að ég sé ekki ein um þetta og ég held að það sé vandamál sem er stærra og skaðlegra fyrir samfélag okkar framtíð þess en faraldrar sem koma og fara. Án þess að hafa skilning á því hverju lífsgæði okkar byggja á og hvar stóru tækifærin til að auka þau enn frekar liggja verður erfitt fyrir okkur sem þjóð að ná vopnum okkar á ný þegar heimsfaraldrar og aðrar ófyrirséðar hamfarir snúa öllu á hvolf. Það er skiljanlegt að umræðan um sjávar- útveg snúist að miklu leyti um aðganginn að auðlindinni og hvernig greitt er fyrir hann; sú umræða mun væntanlega aldrei hætta. Í mínum huga er hins vegar jafn brýnt að ræða hvernig við sem þjóð getum aukið verð mætin sem við fáum fyrir auðlindina á erlendum mörkuðum, því það er þar sem þau verða á endanum til. Nú þegar útlit er fyrir að halli ríkissjóðs á næstu tveimur árum verði allt að fimm hundruð milljarðar króna á sama tíma og Hafrannsóknastofnun leggur til að dregið verður úr nýtingu mikilvægustu nytjastofna okkar hefur aldrei verið mikilvægara að huga að markaðsstarfi erlendis. Það verður hins vegar ekki gert með tíma- bundnu átaki á vegum opinberra aðila mældu í áhorfi á eitt og eitt myndband. Markaðsstarf erlendis er óhemju dýrt, flókið og felur aldrei í sér neina beina braut. Aðstæður breytast dag frá degi og það má aldrei sofna á verðinum. Vonandi ber íslenskur sjávarútvegur gæfu til að fjárfesta af sama kappi og myndarskap í ímynd greinarinnar erlendis og gert hefur verið á undanförnum árum með fjárfestingum í veiðum og vinnslu. Þá er framtíðin björt, landsmönnum öllum til heilla. Höfundur er meðstofnandi og framkvæmdastjóri Niceland Seafood. Það er skiljanlegt að umræðan um sjávar útveg snúist að miklu leyti um aðganginn að auðlindinni og hvernig greitt er fyrir hann; sú umræða mun væntanlega aldrei hætta. Í mínum huga er hins vegar jafn brýnt að ræða hvernig við sem þjóð getum aukið verð mætin sem við fáum fyrir auðlindina á erlendum mörkuðum, því það er þar sem þau verða á endanum til.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.