Þjóðmál - 01.06.2020, Page 27

Þjóðmál - 01.06.2020, Page 27
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 25 Eva Hauksdóttir Sannleiksráðuneytið, falsfréttir og ótraustar fréttaveitur Þegar þetta er skrifað eru þrír mánuðir síðan Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti því yfir að heimsfaraldur kórónuveiki væri brostinn á. Þá þegar voru á kreiki samsæriskenningar um eðli og tilurð veirunnar sem fengu byr undir báða vængi þegar milljónir fóru að óttast um líf sitt og frelsi. Fólk af asísku bergi varð fyrir aðkasti vegna kenninga um að útbreiðsla veirunnar væri þáttur í meintri heimsvalda- stefnu Kínverja. Á nokkrum stöðum voru framin skemmdarverk á farsímamöstrum eftir að hugmyndir um tengsl milli kórónu- veirunnar og farsímaneta komust í hámæli. Fjölmiðlar Áform yfirvalda um kortlagningu upplýsingaóreiðu Tilraunir ríkisvaldsins til að hafa áhrif á frétta mat almennings og það hvar fólk aflar sér upplýsinga eru í besta falli gagnslausar en það eru líka ákveðnar hættur fólgnar í slíkum tilburðum.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.