Þjóðmál - 01.06.2020, Qupperneq 29

Þjóðmál - 01.06.2020, Qupperneq 29
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 27 lýsinga og áhrif þeirra og rétt þótti að Ísland tæki þátt í Evrópusamstarfi þar að lútandi. Niðurstöður þeirra kannana sem Þjóðar- öryggisráð lítur til koma ekki á óvart.2 Almenningur verður að jafnaði heilmikið var við óáre iðanlegar upplýsingar en flestir treysta best opinberum upplýsinga veitum stjórnvalda og meginstraums-fjölmiðlum. Miðað við metáhorf Íslendinga á blaðamanna- fundi Almannavarna og tíðar deilingar hinnar opinberu Covid-19 síðu á samfélagsmiðlum kæmi verulega á óvart ef niðurstaðan á Íslandi yrði sú að áhrif falsfrétta væru stórt vandamál. Vafasamar hugmyndir um falsfréttir Vísindarannsóknir þarfnast ekki réttlætingar. Sjálfsagt er að menn rannsaki hvað eina sem vekur áhuga, hvort sem niðurstöður eru fyrirsjáanlegar eður ei. En þegar rannsóknir eru unnar undir merkjum þjóðaröryggis er ástæða til að spyrja um tilefni, tilgang og hver skuli meta hvað teljist til upplýsinga- óreiðu og hvað ekki. Stundum er það augljóst. Það er óumdeilt meðal vísindamanna að klórdrykkja er lífshættuleg og því er einfalt að koma réttum upplýsingum áleiðis. En þegar kórónuveiran er annars vegar er býsna margt sem sér- fræðingar eru ekki einhuga um og stundum eru óskýr mörk milli upplýsinga sem byggja á sérfræðiþekkingu og pólitískra skoðana. Vinnuhópur Þjóðaröryggisráðs hafði enn ekki verið kynntur opinberlega þegar áleitnar spurningar um mat yfirvalda og eftirlits- stofnana á falsfréttum tóku að vakna. Þann 9. apríl birti Ríkisútvarpið viðtal við Elfu Ýr Gylfadóttur, framkvæmdastjóra fjölmiðlanefndar, þar sem hún talaði um þrenns konar birtingarmyndir falsfrétta. Hún nefndi það augljósa – samsæriskenningar og óvísindaleg heilsuráð – en einnig talaði hún um: dæmigerðar falsfréttir sem hafi það að markmiði að sá fræum [svo] efans og ýta undir tortryggni bæði gagnvart stjórn- völdum einstakra ríkja, gagnvart heilbrigðis yfirvöldum og til að grafa undan Evrópu sambandinu með fullyrðingum um að samvinna Evrópuríkja sé ekki að virka, þau standi ekki saman. Hér er eftirlitsaðili með fjölmiðlum að lýsa því yfir opinberlega að gagnrýni á Evrópu- samstarfið sé „falsfrétt“. Væntanlega af því tagi sem þarf að sporna gegn og kortleggja. Hún skýrir þetta nánar með því að mikið hafi verið gert úr fréttum um að kínversk og rússnesk stjórnvöld hafi útvegað Evrópuríkjum, þ. á m. Ítalíu, lækningatæki og heilbrigðis- starfsfólk. Fréttir af skorti á samstöðu Evrópuríkja voru ekki meira fals en svo að Evrópusambandið bað Ítali innilega afsökunar á seinum við- brögðum.3 Það er líka staðreynd að Rússland og Kína komu Evrópuríkjum til hjálpar. Fáum dögum eftir að viðtalið var birt sóttu Íslend- ingar t.d. 16 tonn af lækningabúnaði til Kína.4 Elfa Ýr er ekki aðeins formaður eftirlits- nefndar með fjölmiðlum. Hún á einnig sæti í vinnuhópi Þjóðaröryggisráðs. Það er full ástæða til að vera vakandi fyrir frelsi fjölmiðla þegar fólk með þessa afstöðu til sannleikans fer með fjölmiðlaeftirlit og kortlagningu upplýsinga. ...þegar rannsóknir eru unnar undir merkjum þjóðaröryggis er ástæða til að spyrja um tilefni, tilgang og hver skuli meta hvað teljist til upplýsinga óreiðu og hvað ekki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.