Þjóðmál - 01.06.2020, Qupperneq 30

Þjóðmál - 01.06.2020, Qupperneq 30
28 ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 Verkefni vinnuhóps Þjóðaröryggisráðs Samkvæmt vef Stjórnarráðsins eru verkefni vinnuhóps Þjóðaröryggisráðs fjórþætt. Í stuttu máli: • að standa fyrir könnun á dreifingu upplýsinga um COVID-19 • að efla vitund og aðgát almennings varðandi upplýsingar um sjúkdóminn • að sjá til þess að fjölmiðlar og almenningur hafi góðan aðgang að áreiðanlegum upplýsingum • að tryggja að Ísland taki þátt í alþjóðlegu samstarfi er varðar upplýsingar um faraldurinn.5 Á þeim átta vikum sem liðnar eru frá stofnun vinnuhópsins hefur eitt verkefni á vegum hans verið kynnt. Það er samstarf við Vísinda- vef Háskóla Íslands um safn tengla á upp- lýsingar sem lúta að kórónufaraldrinum, auk birtingar greina á Vísindavefnum. Það er fagnaðarefni að Vísindavefurinn skuli taka þátt í að upplýsa almenning en stöldrum aðeins við áður en við göngum út frá því að þetta sé allt saman hafið yfir gagnrýni. Fyrsti tengill á síðunni ber yfirskriftina: Hvar er að finna áreiðanlegar og traustar upplýsingar um Covid-19?6 Þar eru tenglar á gagnasöfn í nokkrum flokkum. Flestir tenglarnir benda á vísindagreinar. Erfitt er að sjá hvaða upplýsingagildi það hefur fyrir almenning. Flestir leikmenn eru illa læsir á rannsóknir á sviði raunvísinda. Það eru helst grúskarar á ákveðnum sviðum sem kynna sér raunvísindarannsóknir og þeir kunna að leita heimilda. Sumar þeirra síðna sem hlekkjað er á vísa svo aftur í ógrynni tengla á alls konar efni. Heimsókn á síðuna leiðir notandann þannig að tenglum á vísindagreinar, skoðanapistla og allt þar á milli. Það verður að teljast áhuga vert að Þjóðaröryggisráð skuli telja samstarfsfólk sitt þess umkomið að gefa þessum ókjörum af efni gæðavottorð. Sem dæmi um hversu misráðið það er að ríkisvaldið gefi út lista yfir áreiðanlegar heimildir má nefna að undir liðnum Heimspeki og siðfræði er tengill á ágætan vef Johns Hopkins-háskólans. Á þeim vef er sérflokkur með fréttum sem ætla má að séu líklegri en vísindagreinar til að vekja áhuga leikmanna. Í fréttaflokknum eru svo hlekkir á víðlesna fjölmiðla, þ. á m. hinn vinsæla miðil Daily Mail, sem oft hefur verið gagnrýndur fyrir æsifréttastíl. Það er varla hægt að skilja það tiltæki að vísa á Johns Hopkins-vefinn öðru- vísi en svo að ríkisvaldið telji að allt sem þar er að finna sé áreiðanlegt. Miðlar á borð við Daily Mail eru þar með komnir með gæða- stimpil frá Þjóðaröryggisráði Íslands. Spurningakönnun Fjölmiðlanefndar Fjölmiðlanefnd hefur ekki látið sitt eftir liggja í baráttunni gegn upplýsingaóreiðu. Þann 20. maí birti nefndin spurningaleik sem á að kenna almenningi helstu einkenni falsfrétta.7 Falsfréttir einkennast samkvæmt þessu kennslu tæki af sláandi fyrirsögnum, hástöfum og upphrópunarmerkjum, ótrúverðugum fullyrðingum, óþekktum fréttaveitum, eftirlíkingum af einkennismerkjum megin- straumsmiðla, undarlegri framsetningu og málfari sem gefur vísbendingu um að þýðingarforrit hafi verið notað við vinnslu fréttarinnar. Allt eru þetta einkenni sem ætla má að þeir átti sig á sem á annað borð trúa því að meginstraumsmiðlar séu almennt áreiðanlegir. En til er fólk sem beinlínis sækir í vafasamar fréttir. Það fólk treystir ekki yfir völdum og líklegast er að það skýri alla viðleitni þeirra til að hafa áhrif á fréttamat almennings sem þátt í samsæri. Leikurinn þjónar því ekki öðrum tilgangi en þeim að sannfæra þá sem þegar þekkja einkenni falsfrétta um færni sína í því.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.