Þjóðmál - 01.06.2020, Síða 31

Þjóðmál - 01.06.2020, Síða 31
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 29 Það er annar stór galli á þessum spurninga- leik. Ein spurninganna er bæði með ótrúverðugri fyrirsögn og upphrópunarmerki – einkenni sem upplýstir lesendur staldra við. En þau einkenni eru ekki gefin upp í svarmöguleikum heldur er merkið sem lesandinn á hér að höggva eftir nafn frétta- veitu sem hann kannist ekki við. Þar með hlýtur leikmaður sem fer að þessum ráðum að hafna miðlum sem sinna sérsviðum sem hann er ekki heima í. Ég efast t.d. um að þorri þjóðarinnar hafi heyrt um ritrýnda læknis- fræðiritið The Lancet áður en faraldurinn brast á. Að auki er eðlileg gagnályktun að útbreiddir miðlar séu þar með traustir. Varla er þó til sá meginstraumsmiðill sem aldrei birtir fréttir sem byggja á misskilningi, takmörkuðum upplýsingum eða einhliða mati á flóknum eða umdeildum málum. Augljóslega verður að skoða önnur einkenni á frétt en miðilinn sem birtir hana til að meta trúverðugleika hennar. Þótt barnalegur spurningaleikur sé ólíklegur til að hafa veruleg áhrif er það ábyrgðarhluti af hálfu opinberra eftirlitsaðila sem ætla að kenna fólki að meta áreiðanleika fjölmiðla að vanda ekki betur til verka. Þetta er því miður ekki í eina skiptið sem yfirvöld hafa boðað þá hugmynd að sniðganga skuli aðra fjölmiðla en meginstraumsmiðla og vefi á vegum stjórnvalda. Sóttvarnateymið varar við ótilgreindum fjölmiðlum Á upplýsingafundi Almannavarna þann 11. apríl lýsti Landlæknir yfir áhyggjum af útbreiðslu falsfrétta. Hún kvaðst ánægð með íslenska fjölmiðla en ráðlagði almenningi jafnframt að „leita til fjölmiðla sem þegar hafa sýnt í verki að þeir eru traustsins verðir“.8 Ekki sagði Landlæknir orð um það hvaða miðlar hefðu sannað trúverðugleika sinn, ekki heldur hvaða mælikvarða ætti að nota til að meta það. Ekki blasir við hvaða tilgangi hálfkveðnar vísur af þessu tagi eiga að þjóna en athugasemdin vekur grun um að Landlæknir hafi tiltekna miðla í huga. Þetta var fyrsta merkið sem ég sá um tilburði yfirvalda til að hafa áhrif á val almennings á fjölmiðlum en ekki það síðasta. Á upplýsinga- fundi þann 26. apríl tók Víðir Reynisson í sama streng og ráðlagði lýðnum að: Nota fréttir frá traustu fréttamiðlunum sem eru ritstýrðir og sýna okkur rétta mynd af hlutunum, nota það í umræðunni og ekki eitthvað annað,9 Nei – þetta er ekki í lagi. Síðustu mánuði hefur þríeykið Víðir Reynisson, Alma Möller og Þórólfur Guðnason haft gífurleg völd, bæði bein og óbein. Orðum Víðis var ekki beint gegn tiltekinni frétt eða umfjöllun. Ekki heldur gegn hræðsluáróðri, samsæris- kenningum, fráleitum lækningaráðum eða neinu öðru sem hönd er á festandi, heldur gegn ótilgreindum fjölmiðlum. Á Íslandi þrífst urmull vefmiðla sem höfða til fólks með sérstök áhugasvið og hópa sem aðhyllast tiltekna pólitík. Flestir þeirra ef ekki allir hafa birt einhverja umfjöllun sem tengist kórónufaraldrinum, enda setti hann vikum saman mark á daglegt líf landans. Með dylgjum um trausta og ótrausta miðla varpa yfirvöld rýrð á alla miðla sem höfða sérstak- lega til jaðarhópa. Um leið gefa þau til kynna að fólk sem leitar fanga víðar en hjá stærstu fjölmiðlum sé óskynsamt og ábyrgðarlaust. Þótt stjórnvöld og nefndir á vegum þeirra hafi ekki beint spjótum sínum að nafn- greindum miðlum er þessi hugmynd fjand- samleg því fjölmiðla- og upplýsingafrelsi sem lýðræðið grundvallast á og gæti við ýmsar aðstæður orðið því skaðleg. Þremur mánuðum eftir að ljóst var að við stæðum frammi fyrir heimsfaraldri veit ég ekki til þess að ein einasta falsfrétt hafi náð flugi á Íslandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.