Þjóðmál - 01.06.2020, Side 44

Þjóðmál - 01.06.2020, Side 44
42 ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 Nýsköpun og sjálfbærni Hagkerfið hér á landi er mjög auðlindadrifið. Frá miðri síðustu öld hafa aðallega verið tveir megindrifkraftar hagvaxtar, annars vegar auðlindir sjávar og hins vegar orka fallvatna og jarðvarma. Það var ekki fyrr en í byrjun þessarar aldar og þá einkum eftir bankahrun að ný auðlind bættist við af fullum þunga, náttúrufegurð Íslands, og í tengslum við það að einhverju marki menning landsins, sem lagði grunn að öflugri ferðaþjónustu. Farsælt stjórnmálaástand lengst af og svo hugvitsam- leg þróun þessara atvinnugreina og dugnaður landsmanna hefur skipt veru legu máli. Nú eiga allar þessar auðlindir undir högg að sækja á sama tíma. Tekjuöflun dregst saman og jafnvel bregst alveg eins og í ferða þjónustu. Sjávarútvegur líður fyrir tekjusamdrátt erlendis og almennt ekki sívaxandi afla og verðmætavöxt. Landsvirkjun verður einnig fyrir höggi vegna lægri tekna af stóriðju. Þótt þetta komi vonandi sem mest til baka er nýsköpun í þessum greinum og ekki síður nýsköpun með nýrri atvinnustarfsemi mikil- vægur þáttur í þeirri endurreisn sem fram undan er. Þorkell Sigurlaugsson Horfum á tækifærin í nýsköpun og sjálfbærni

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.