Þjóðmál - 01.06.2020, Side 64

Þjóðmál - 01.06.2020, Side 64
62 ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 Gunnar Björnsson Þegar netskákin tók völdin Í þeim heimsfaraldi sem ríkt hefur breyttist margt í skákheiminum. Allt skákmótahald í raunheimum féll niður og netskákin tók völdin. Gjörsamlega. Skák í raunheimum endaði með hvelli þegar áskorendamótinu í Katrínarborg var lokið með hvelli eins og fjallað var í síðasta tölublaði Þjóðmála. Flott og sterk netskákmót voru haldin og t.d. stendur heimsmeistarinn, Magnús Carlsen, fyrir skákmótasyrpu á Chess24-skákþjóninum þar sem flestir sterkustu skákmenn heims hafa verið að tefla. FIDE stóð ásamt Chess. com-þjóninum fyrir Þjóðakeppni þar sem Kínverjar unnu sigur. Mikið og öflugt skáklíf hefur verið innanlands og margir sterkir og skemmtilegir viðburðir haldnir. Skák Íslandsmót barnaskólasveita, sem fram fór 23. maí, var fyrsta alvörumótið í heiminum sem fram fór eftir kófið. Þessi mynd fór um allan skákheim á samfélagsmiðlum.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.