Þjóðmál - 01.06.2020, Qupperneq 83

Þjóðmál - 01.06.2020, Qupperneq 83
ÞJÓÐMÁL Sumar 2020 81 Manni dettur jafnvel í hug að allt of margir ráðamenn hafi verið að berjast fyrir eigin völdum í baráttunni, sem á yfirborðinu var fyrir fullveldi íslenska ríkisins. Mannréttindin voru að miklu leyti sniðgengin nema helst í réttarfari gegn brotamönnum. Mann réttindin voru þverbrotin. Má þar sérstaklega nefna vistarbandið, lög um húsaga og lausa- mennsku. Sjaldan eða aldrei var því haldið fram í dómsmálum að lög brytu í bága við mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar. Fyrst árið 1943 voru lög dæmd brjóta gegn stjórnar skránni, í svokölluðu Hrafnkötlumáli. Þá hafði stjórnarskrá Íslands og prentfrelsi gilt hér á landi í 69 ár. Mannréttindin 1874 voru svokölluð fyrsta kynslóð mannréttinda, (neikvæð) borgaraleg réttindi, sem voru aðallega sett til að vernda einstaklingana gegn ríkisvaldinu. Þau eru enn í fullu gildi. Vellíðan fólks þótti ekki vaxa nógu hratt og var fátækt og ójöfnuði kennt um. Til varð svokölluð önnur kynslóð mannréttinda, (jákvæð) félagsleg réttindi. Þessi félagslegu réttindi voru oft takmörkuð við borgara viðkomandi ríkis og fjárlög þess. Félagsleg réttindi eru háð ýmsum skilyrðum og takmarka þá ábyrgð sem menn fá að hafa á sjálfum sér. Kostnaðurinn við félagsleg réttindi hefur orðið sífellt stærri hluti fjárlaga ríkisins og erfiðara er að láta þessi mál ganga upp. Spurningin er hvort ekki sé ráðlegt að auka eignir og efnahag hins fátækari hluta lands- manna svo að fleiri geti borið meiri ábyrgð. Eftirsóknarvert er að þurfa ekki að vera háður félagslegum réttindum meira en nauðsyn krefur og fá að bera viðbótarábyrgð á sjálfum sér. Ábyrgðin gerir yður frjálsa. Ofurvald heildarhagsmunanna Múrsteinar eru til að byggja hús. Stórhýsi. Þegar menn horfa á glæsilega byggingu er það heildarmyndin sem skiptir máli. Þótt múrsteinninn geri glæsihýsið mögulegt, sine qua non, gleyma menn honum. Menn líkja oft þjóðfélaginu við múrsteinshús, þar sem maðurinn er múrsteinninn. Eins og með múrsteinshúsið eru menn oft uppteknir af heildarmyndinni, þjóðfélaginu sjálfu, en gleyma manninum. Minni hagsmunir víkja fyrir meiri, segja menn. Þetta er ekki sam- bærilegt. Maðurinn í þjóðfélaginu er ekki múrsteinn heldur stóra myndin. Þjóðfélagið er gert fyrir manninn, ólíkt múrsteininum, sem er gerður fyrir húsið. Eftir því sem maðurinn er betri verður þjóðfélagið betra. Höfundur er lögfræðingur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.