Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Blaðsíða 8

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Blaðsíða 8
Múlaþing Minningarorð r Sigurður Oskar Pálsson f 27. desember 1930 - d. 26. apríl 2012 Um miðjan sjöunda áratuginn tóku nokkrir áhugamenn um austfirsk fræði og sögu sig saman og hleyptu af stokkunum byggðasöguritinu Múlaþingi. Kom fyrsta heftið út árið 1966 í ritstjóm Ármanns Halldórssonar. Einn af ritnefndarmönnum var Sigurður Oskar Pálsson. Þar var ekki tjaldað til einnar nætur því hann sat í ritnefnd Múlaþings nánast óslitið til ársins 2000. I eldri heftum Múlaþings gætir alls staðar verka Sigurðar. Hann vann fjölmarga heimildaþætti um austfirsk málefni og bjó frásagnir annarra höfunda til prentunar og lagði þannig drjúgan skerf til varðveislu austfírskrar sögu. Reyndar náðu þau skrif hans langt út fyrir síðurMúlaþings því oft birtust frásöguþættir eftirhann í jólablöðum vikublaðsins Austra og í ýmsum tímaritum. Sigurður var vel ritfær og hafði gott skopskyn. Hann var því oft fenginn til að setja saman gamanmál, í Ijóð eða laust mál, til skemmtunar á mannamótum. Hann fékkst einnig við alvarlegri ljóðagerð þó dult færi, gaf Félag ljóðaunnenda á Austurlandi út ljóðabók hans „Austan um land“ árið 2001. Einnig hafa verið samin dægurlög við texta Sigurðar. Sigurður lét flest þau málefni er tengdust Austurlandi sig máli skipta og lét skoðanir sínar gjaman í ljós á prenti í þeim prentmiðlum sem út komu hér fyrir austan. Sigurður var kennari að mennt og starfaði sem kennari og síðar skólastjóri í heimabyggð sinni, á Borgarfirði eystra um árabil og síðar sem skólastjóri Barnaskólans á Eiðum. Hann sinnti kennslustarfmu af mikilli alúð, naut farsældar í starfí og varð nemendum sínum eftimiinnilegur. Síðustu starfsárin gegndi hann starfí skjalavarðar hjá Héraðsskjalasafni Austfirðinga og er hann minnisstæður þeim sem þangað lögðu leið sína fyrir þekkingu sína á aust- firskri sögu og einstaka hjálpsemi við heimildaleit. í þessu hefti Múlaþings er vel við hæfi að birtist efni eftir Sigurð heitinn sem rit- stjórum Múlaþings var sent skömmu eftir andlát hans. Sendandinn var Sigríður dóttir hans, sem lét þess getið að faðir hennar hefði verið búinn að segja að hann langaði til að efni þetta, sem er æviminning um Sigurð Jónsson brúarsmið, birtist í ritinu. Ljúft og skylt er að verða við þessari beiðni og í leiðinni þakka Sigurði Óskari Pálssyni fyrir hans ómetanlega starf í þágu Múlaþings. Þó Sigurður sjái þær þakkir ekki sjálfur á prenti treystum við því að æðri máttarvöld komi þeim til skila. Ritstjórar 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.