Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Blaðsíða 11
Gylfi Isaksson
Minningabrot úr brúargerð
Sigurðar Jónssonar 1955-1958
Sigurður Jónsson' (1900-1989) ólst að
mestu upp á Seljamýri í Loðmundar-
firði og hóf þar búskap. Hann fluttist til
Borgaríjarðar vorið 1937 og stofnaði nýbýlið
Sólbakka og bjó þar upp frá því, nema fyrsta
árið þegar hann var á Bakkagerði. Fyrstu
brúna byggði Sigurður yfír Stóru-Hrauná í
Loðmundarfírði 1936-1937. Hann byrjaði
hjá Vegagerðinni sumarið 1945 þegar hann
vann við jámalögn í Fjarðarárbrú í Borgar-
firði og Selfljótsbrú hjá Bóndastöðum. Þá um
haustið fór hann upp á Jökuldal að setja upp
nýja víra við kláfferjumar á Jöklu. Það var
eftir að Páll Gíslason á Aðalbóli féll í ána og
bjargaðist, sem frægt var. Vorið eftir byrjaði
hann sem verkstjóri með brúarvinnuflokk
og vann við það öll sumur frá 1946 til 1972.
Venjulega var byrjað í júní og unnið fram
um mánaðamót okt.-nóv. I flokknum voru
yfírleitt 10-16 manns, oft sömu menn ámm
saman og var það mikill kostur. Sigurður var
góður verkstjóri og margir tugir pilta, flestir
Austfírðingar en einnig nokkrir úr öðrum
Höfundur var samtals fimm sumur í brúargerð hjá Sigurði föður-
bróður sínum, 1955-58 og 1961. Eftirfarandi frásögn byggist
einkum á dagbókarpunktum frá 1955 og 1957 en auk þess eru
ágrip fyrir árin 1956 og 1958. Texti innan hornklofa er til skýr-
ingar.
landshlutum, lærðu vinnubrögðin hjá honum.
Fjöldi vegagerðarverka stórra og smárra,
sem Sigurður lauk við, er hátt í 200, öll á
Austurlandi. Brýr voru um 140 talsins frá 4
metmm til 102 m að lengd og auk þess allt
að 60 smærri verk svo sem ræsi, yfirbygg-
ingar og rennur. Síðasta brúin og sú lengsta
sem Sigurður byggði var brúin yfír Gilsá á
Jökuldal. Þar vildi það til þegar verið var að
draga stálbitagrindina yfír, að dráttarvírinn
slitnaði rétt áður en hún náði millistöpli, þó
þannig að hægt var að leggja planka, tvo hlið
við hlið, af stöplinum yfír á stálgrindina. Og
á plönkunum skreið Sigurður, á 72. ári, yfír
á stálbitann, gat fest vírinn að nýju og lokið
verki. Hæðin niður í gilbotn er margir tugir
metra og þarf hugrekki til að skríða á mjóum
plönkum í svo mikilli hæð, enda mun Sigurður
aldrei hafa fundið fyrir lofthræðslu.
1955 - Brúargerð í Fáskrúðsfirði
Sumarið 1955 voru helstu verkefni brúar-
gerðarflokks Sigurðar Jónssonar í Fáskrúðs-
firði. Langstærstu verkin voru í Ijarðarbotni,
Dalsárbrú (34 m) og Tunguárbrú (18 m), en
byrjað var við Hvammsá utarlega í firðinum
sunnanverðum. Ohætt er að segja að milli
Fáskrúðsljarðar og Stöðvarljarðar hafí þá
9