Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Side 130

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Side 130
Múlaþing c/ó fór bróðir minn tilfrœnku okkar. En þegar hann var nítján ára gekk hann í herinn. Þá var mikið atvinnuleysi og kreppa í Þýskalandi og ég man að hann sagði: „Þá er ég öruggur í tólf ár að eiga kartöflur í kjallaranum. “ Þannig tökum við stundum til orða í Þýskalandi um örugga lífsafkomu. Bróðir minn átti eftir tœpt ár í hernum þegar hann lést í flugslysinu. Hann hefði átt rétt á að hœtta að þessum tólf árum loknum. Líklega hefði hann gert það því hann var ekki nasisti fremur en við systurnar. Fyrstu jjögur ár sín í hernum var hann í flotanum en svo tók hann flugpróf og var eftir það í flughernum. A þessum árum í hernum hafði hann verið í Spánarstyrjöldinni og hafði hlotið Spánarkross Francos sem afhentur var með mikilli viðhöfn í Deutsehlandhalle í Berlín. Hann hlaut einnig þýska járnkrossinn, bæði af annarri ogfýrstu gráðu, fyrir góða frammistöðu í hernum. Eftirdauða sinn var hann gerður að yfirlautinant. Hans Jóakim Durfeld kvæntist í október 1939 í Warnemunde í Þýskalandi. Kona hans, Leonóra, tók fráfall hans ákaflega nærri sér. Hún hefur ekki gifst aftur en verið um árabil í sambúð. Ilse var ógift þegar bróðir hennar dó. Hún vann þá hjá Utlendingaeftirlitinu á lög- reglustöðinni í Hagen. Þar hafði hún umsjón með útlendingum, svo sem Itölum, Pólverjum og Frökkum. Einnig með Austur-Evrópufólki sem var oftar en ekki ríkisfangslaust. Þegar á stríðið leið bættust stríðsfangar í hópinn. Ilse útdeildi dvalarleyíúm og atvinnuleyfúm og aðstoðaði skjólstæðinga sína á ýmsan hátt. Sumt af þessu fólki hefúr haldið tryggð við hana fram á þennan dag. Borgin Hagen varð íyrir miklum loftárásum í stríðinu og lá í rúst í stríðslok. Meðal þess sem gjöreyðilagðist var einstaklega fallegt ráðhús sem verið hafði stolt borgarinnar í langan tíma. Æsku og manndómsár llse voru því að ýmsu leyti mörkuð dapurleika þessara erfiðu kringumstæðna og hins mikla missis sem hún varð fyrir eins og svo margir af hennar kynslóð. En smám saman rofaði til í ýmsum skilningi. Erfiðleikar eftirstríðsáranna í Þýskalandi gengu yfir. Sár styrjaldarinnar greru þó örin sem þau létu eftir sig hverfi aldrei. Og ástin sótti Ilse Durfeld heim að lokum. Hún giftist árið 1960 Albert Frick, háttsettum opinberum starfsmanni í Hagen. Hann átti íbúð þegar þau giftust og í þeirri íbúð sit ég nú og drekk te og borða sætar kökur. Ilse Frick er búin að vera ekkja í hátt á annan tug ára en hefur gott samband við systurböm sín. Frænka hennar, Ursúla Becker, hefur verið hjá Ilse meðan á samtali okkar stóð, henni til halds og trausts. Saman stilla þær frænkur sér upp til myndatöku. Þegar við kveðjumst lætur llse þess getið hve þakklát hún sé þeirri stofnun sem hafi hirt vel um gröf bróður hennar öll þessi ár. Þegar ég geng burt frá húsi Ilse, þar sem þýsk snyrtimennska ræður ríkjum, finn ég augnaráð hennar íylgja mér á leið. Mér fínnst ég finna hvemig ég vefst inn í minningu bróður hennar. Komin frá landinu þar sem hann átti sína síðustu stund og þar sem hann liggur grafínn. Framandi gestur í ókunnri mold, Ijarri þeim sem grétu hann sárast. (Igreinþessari er millinafn flugmannsins, Joachim, stafsett uppá íslenska vísu. BW.) 128
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.