Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Blaðsíða 50
Múlaþing
Sigurður Óskar Pálsson
Sigurður brúarsmiður
Erindi flutt í Klyppstaðarkirkju 28. júlí 1991
Erindið er að meirihluta byggt á samtölum við Sigurð sumurin 1988 og 1989
Sigurður Jónsson fæddist að Klyppstað í Loðmundarfirði hinn 12. október árið 1900. For-
eldrar hans voru hjónin Ragnheiður Sigurbjörg Isaksdóttir ljósmóðir og Jón Þorsteinsson
frá Gilsárteigi í Eiðaþinghá, og hafði verið bóndi þar og hreppstjóri. Þau hjón fluttust frá
Gilsárteigi að Klyppstað 1899 og bjuggu þar til ársins 1907 að þau fluttu að Seljamýri og
bjuggu þar síðan allan sinn búskap.
Sigurður ólst upp með foreldrum sínum fyrst á Klyppstað, en síðar á Seljamýri. Frá upp-
vaxtarárum sínum er honum minnisstætt er hann fékk í fyrsta sinn að fara í kaupstað, að
sjálfsögðu á Seyðisíjörð. Þá var hann á 10. árinu. Verið var að fara með ullina og var hún flutt
á árabát, sem faðir hans átti. Ekki var ætlunin að gera lengri stans á Seyðisfírði en brýnasta
nauðsyn krafði og fara aftur heim um nóttina. Logn var og besta veður inni í Seyðisijarðar-
kaupstað þegar haldið var af stað. Jón, sem var búhagur maður, eins og það var kallað, hafði
meðal annars keypt eitt valborð, en valborð voru 8 þumlunga borð, x 1 1/4 valin kvistalaus
og höfð í hrífusköft. Sigurður telur borðið hafa verið tvær hrífuskaftslengdir og er honum
ljóst í minni að það stóð langt aftur af bátnum. Auðvitað var í ferð þessari keypt til heim-
ilisins en engum, sem þekkti Sigurð mun koma á óvart, að það er smíðaefnið, sem honum
var minnisstæðast af öllu því, er heim var flutt á bátnum.
Þegar kom út á móts við Dvergastein var kominn vestan stífur kaldi út íjörðinn og fór
vaxandi eftir því sem utar dró með landinu, og þegar kom út á Selsstaðavíkina var orðið það
hvasst, að ráðið var af að leggja að landi og bíða þess að úr veðri drægi. Þá var á Selsstöðum
færeyskur sumarútgerðarmaður og átti hann bát er Jámhaus hét og lá við festar á víkinni. Var
nú lagt að landi og bátnum brýnt. Segist Sigurður hafa verið orðinn æði framlágur er hér var
komið sögu, bæði af vöku og volki. Þama fengu Loðmfirðingar hinar bestu viðtökur. Borið var
fram Kongóte og kex, sem hvort tveggja bragðaðist vel. Síðan var þessi ungi kaupstaðarfari
drifinn ofan í rúm og sofnaði hann vært. Undir morgun var komið logn og ferðinni þá haldið
áfram og gekk hún vel heim.
Sem að líkum lætur ólst Sigurður Jónsson upp við öll venjuleg sveitastörf eins og þau
gerðust og gengu í upphafí þessarar aldar og verður ekki tíunduð hér og skólaganga hans
var ekki löng borin saman við skólavist bama og unglinga nú á síðari hluta aldarinnar. Arið
1910 kom sr. Bjöm Þorláksson á Dvergasteini að máli við þau Seljamýrarhjón er hann var
í húsvitjunarferð og bauð þeim að taka Sigurð til kennslu í nokkrar vikur og var Sigurður
hjá honum síðari hluta vetrar til vors. Þótti Sigurði sr. Björn sérstaklega góður kennari og
skilningsríkur.
Haustið 1913 slógu sér saman tveir bændur í Loðmundarfírði þeir Jón á Seljamýri, faðir
Sigurðar og Jón Jónsson á Bárðarstöðum og réðu Gunnlaug Jónasson frá Breiðavaði, þá
48