Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Blaðsíða 48
Múlaþing
Um Gullbjarnarey
Viðdrag:
Lystugt er í landi
við Ijúfan fuglasöng,
þó eitm sem stokkur standi,
styttist dœgur löng.
Segjafyrðar, frægir virðar
Jylinginum svei
í Gullbjarnarey.
Þessu mega vel þjóðir landsins trúa,
vænt er úti í Bjarnarey að búa.
Kosturinn eyjar gæzku gras,
er græn á vorin og fögur um fas,
af hafínu hleypur hvalanna as,
hópurinn óteljandi.
Lystugt er í landi.
Einatt segir þar krummi kras,
kringum eyna fugla vas,
úti byrgt er orða mas,
ef engin koma þar grey,
í Gullbjamarey.
Sést ei ráð fyrir sand og bras
sundið yfir að brúa.
Vænt er úti Bjarnarey að búa.
Æðurinn hleðst upp hólmann á,
himininn byrgir þernan smá,
þær einginn reikna maðurinn má,
sem mýið óteljandi.
Lystugt er í landi.
ílukofan með eggin grá,
ungann hennar leiði eg hjá,
það úið og krúið við urðir og gjá,
einginn segir við nei,
í Gullbjamarey.
Menn þar kunna sölina að sjá,
þau seinlega fara í fúa.
Vænt er útí Bjarnarey að búa.
Drífa af hafinu drjúgt um mar,
drumbarnir og rætumar.
Arin þau í eynni eg var,
eggin lágu á sandi.
Lystugt er í landi.
Hákalls gengdin geisar þar,
grár er sjór með hnísumar,
en um veturinn vöðurnar
vasa þar sem grey,
í Gullbjamarey.
Um alla vogana urtirnar
með ungum selanna grúa.
Vænt er útí Bjarnarey að búa.
Af flyðrum er þar fullur sjór,
ílestum þeim er hver af stór,
með afla skeiðar öldu jór,
upp að stillirs sandi.
Lystugt er í landi.
Siglingin um sumar og vor
sést þar nóg en einginn snjór,
þá má drekka dýran bjór,
Danskir fara með fley
hjá Gullbjarnarey.
Sífellt gagn um síldarkór
að sjá Engelskra grúa.
Vænt er útí Bjamarey að búa.
[Skv. handritinu vantar hér eitt erindi í kvæðið]
í jörðu segist þar fólgið fé,
fornmanna gullið vænti eg sé,
lukkan ei það lætur í té,
né lymsku bragða andi.
Lystugt er í landi.
Utan sá kynni A, B, C,
og yfír legði hús með tré
og dragi sig ekki drjúgt í hlé
við drauga verstu grey,
í Gullbjamarey,
en eg meina opið spé
að auka sér þann lúa.
Vænt er útí Bjamarey að búa.
46