Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Page 100
Múlaþing
en sumir komu þó ekki þangað til vers fyrr
en um hvítasunnu. Nokkrir bændur gerðu
þó út þaðan mun fyrr, eða um páskaleytið.
Vertíðarlok í Seley voru jafnan í 13. og 14.
viku sumars. (s. 376)
Asmundur á Bjargi lýsir Seleyjarbátum
þannig:25
Bátar þeir sem notaðir voru til hákarlaveiða
í Seley voru íslenskir, kjölstuttir, skutamir
langir og trjónumyndaðir. Flestir voru þeir
botnbreiðir, en mjög misjafnir að lagi upp
byrðinginn og eins að reynd. Þeir áttu það
sameiginlegt að vera góðir í brimlend-
ingum. Fljótlegt og létt var að snúa þeim
og kom það sér vel í Seley. Flestir voru
bátamir þórrónir; aðeins tveir bátar með
þrjár árar á borð það ég þekkti til. Bátar þeir
25 Ásmundur Helgason. A sjó og landi, s. 201.
sem seinna voru smíðaðir vom hafðir meir
með hringað stefni í líkingu við færeyinga,
þ.e. færeyska báta.
Eftir að vélbátar komu til sögunnar í byrjun
20. aldar tengdust einhverjir slíkir Seleyjar
útgerð. Það átti t.d. við um bátinn Lófótung,
sem var seglbátur smíðaður í Noregi, en árið
1912 var eigandinn, Ami Halldórsson, búinn
að setja vél í hann. Með honum reri Friðrik
sonur hans (1896-1990) og þrír aðrir frá
Eskifirði. Höfðu þeir með sér lítinn árabát
og sóttu sér skel í beitu inn á Vöðlavík. Héldu
þeir til í Svínaskálaverbúð í Hjallsbyggð.26
Asmundur á Bjargi segir besta veiðitím-
ann hafa þótt í júní og júlí þegar hákarlinn
var feitastur, en ekki haft þá gengið eins vel
að verka hann og á vorin áður en hlýnaði
að ráði. Yfirleitt hafi ekki verið lengur að
26 Geir Hólm eftir frásögn Friðriks Ámasonar. Minnisblað til HG
3. okt. 2011.
Verskáli í Seley (1:100). Samkvœmt lýsingu Friðriks Steinssonar, Eskifirði. Myndin fengin úr bókinni Islenzkir sjávar-
hættir II, s. 438.
98