Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Síða 28

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Síða 28
Múlaþing Enginn hefur þó grúskað eins mikið í rit- verkum Jóns eins og Einar Gunnar Pétursson (Amastofnun). Hann samdi prófritgerð um þjóðsögulegt efni í ritum Jóns árið 1970, og vélritaði þá ýmis óbirt handrit hans. Síðan tók hann að vinna að útgáfu á einu helsta ritinu, Samantektum um skilning á Eddu, og kannaði ýmsar frumheimildir í því sambandi. Hann gaf svo út Eddurit Jóns lærða, í Ritum Stofnunar Áma Magnússonar 1998, með ýtar- legum skýringum, ævisögu Jóns og yfirliti um ritstörf hans, og var það tekið gilt til doktors- prófs við Háskóla Islands. (Nánar í ritaskrá og í yfirliti um ritverk Jóns). Ætt og uppruni Jón var fæddur í Ofeigsfirði í Ámeshreppi á Ströndum árið 1574. Móðir hans hét Sæunn, dóttir Indriða Ámundasonar prests á Stað í Steingrímsfírði og víðar, og Guðlaugar konu hans. Hjá þeim dvaldi Jón eitthvað í æsku. „Slíkir eru nú færri“, segir hann um Indriða afa sinn. Föðurafí Jóns, Hákon Þormóðsson, var skipasmiður, og bjó á Ósi í Steingríms- fírði. Til hans fór Jón 16 vetra, og var þar fram yfír tvítugt. Talið er að uppeldi Jóns hjá öfum sínum og ömmum hafí haft mikil áhrif á viðhorf hans og lífsferil, en allt þetta fólk var alið upp í kaþólskri tíð og mun hafa haldið við þá trú sína. Var Jón alla tíð hallur undir þann sið. Jón var snemma námfús og fróðleiks- þyrstur. Hann segist hafa lært að lesa á gömlu handriti frá Skálholti. Eftir það las hann allar bækur sem hann komst í tæri við, en faðir hans og afar hafa átt einhverjar bækur. Bóka- kostur þess tíma var annars vegar handritaðar innlendar sögubækur og handrit með alls konar hindurvitnum og fróðleiksmolum, þar á meðal um læknisdóma, töfrasteina, galdra og dulrúnir, en hins vegar prentaðar guðs- orðabækur, innlendar og erlendar, og önnur rit um trúarleg og heimspekileg efni, sem helst var að finna hjá prestum. (I Landsbókasafni er veglega handrituð guðspjallabók, sem Jón skrifaði upp og skreytti, eftir prentaðri bók, er hann var aðeins 23 ára gamall (mynd bls. 70) og um sama leyti skrifaði hann upp sögu Guðmundar góða.) Þegar Jón var 24 ára andaðist Guðmundur faðir hans, og vildi Jón kenna kynjamanni nokkrum, Bárði að nafni, um dauða hans. Segist hann sjálfur hafa orðið fyrir ásóknum af hálfu Bárðar, líka eftir að hann var dauður. Árið 1600kvæntist Jón, Sigríði Þorleifsdóttur, sem einnig var af Ströndum, og 1601 settu þau bú í Stóra-Fjarðarhorni í Kollafírði. Þar bjuggu þau aðeins fáein ár, fluttu þá að Skarði á Skarðsströnd við Breiðafjörð og voru ýmist þar eða í eyjum er tilheyra jörð- inni, þ.e. Bjamar- og Ólafseyjum, næstu 6-7 árin, líklega 1605-11. Á Skarði var rótgróið fræðasetur og komst Jón þar í kynni við ýmis fágæt handrit og bækur sem hann minnist oft á síðan, m.a. þýskar „farfveraðar grasabækur“. Þessi ár á Skarði hafa líklega verið bestu ár ævi hans, og mótað fræðaferil hans upp frá því. í Ólafseyjum segist Jón hafa komið fyrir afturgöngu Geirmundar heljarskinns, land- námsmanns. Annars er talið að Jón hafi á þessum ámm helst fengist við smíðar, útskurð og afritun bóka. Afdrifaríkir atburðir Eftir dvölina á Skarði virðast þau hjón hafa flutt í heimasveit sína, Trékyllisvík; segist Jón í Fjölmóði hafa verið ginntur þangað og margt hafí brugðist sem honum var lofað. Hafa þau hjón líklega verið á hrakhólum, en árið 1615 eru þau búsett í Stóru-Ávík. Árið 1611 kom upp draugagangur mikill á Stað í Grunnavík, sem kallaður var Snæ- fjalladraugurinn. Var Jón fenginn til að kljást við hann, og var talið að hann hefði aflétt reimleika þessum með kvæðinu Fjandafœlu er hann orti af þessu tilefni. Næsta ár orti hann Snjáfjallavísur hinar síðari, til að kveða niður annan gangára á þessum slóðum. í báðum 26
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.