Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Blaðsíða 29

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Blaðsíða 29
Plíníus íslands þessum kvæðum eru magnaðar særingar, einkum þó í því síðara, en í Fjandafœlu eru auk þess heilmiklar upplýsingar um trú og hjátrú þessa tíma, eins og Jón túlkar hana. Kvæðið olli nokkru ijaðrafoki meðal lærðra manna, sem síðar greinir. A þessum árum stunduðu Baskar frá Spáni og franskir ,Gaskónar‘ hvalveiðar við Vest- firði á mörgum skipum hvert sumar, og áttu í fyrstu góð samskipti við heimafólk. Komst Jón í kynni við suma þeirra og virðist hafa lært tungumál þeirra að einhverju leyti. Haustið 1615 fómst þrjú skip Spánverja á Reykjarfírði, en flestir menn björguðust. Jón var þá í Tré- kyllisvík og lenti því í rás atburðanna. Skip- brotsmenn sigldu á bátum vestur fyrir Hom og dreifðust í nokkmm hópum um Vestfirði. Yfirvöld bönnuðu fólki að liðsinna þeim og leiddi það til hnupls og rána af þeirra hálfu. Þessar erjur enduðu með því, að Vestfírð- ingar gerðu Spánverjunum aðför á nokkrum stöðum og drápu nokkra tugi manna úr þeirra hópi, en aðrir komust úr landi á ensku skipi, sem þeirrændu. Stóð Ari Magnússon, sýslu- maður í Ögri, fyrir þessum vígum, en þau mæltust misjafnt fyrir. Jón var kvaddur til einnar af þessum herferðum Ara, en sinnti því ekki. Óx af því óvild með honum og sýslu- manni, sem leiddi til ofsókna af hálfu þess síðamefnda á hendur Jóni. Þó tók steininn úr þegar Jón tók upp hanskann fyrir Spán- verja, sem hann taldi hafa verið drepna af litlum sökum og með engum rétti, og skrifaði vamarrit fyrir þá, með nákvæmum lýsingum á athöfnum ,hermanna‘ Ara sýslumanns, sem hann hafði eftir sveitungum sínum er tóku þátt í einni herferðinni. Nefnist ritið Sönn frásaga af spanskra manna skipbrotum og slagi. Einnig er langur kafli um þessa atburði í ævikvæði Jóns. Jón flýr suður á Snæfellsnes Eftir þessa harkalegu deilu var Jóni ekki vært á Vestfjörðum fyrir ofríki Ara sýslumanns og annarra valdsmanna, sem virðast hafa gert eigur hans upptækar árið 1616, og missti hann þá allar bækur sínar og steina, sem hann harmar oft síðar. Flýði Jón þá suður á Snæfellsnes, þar sem hann reyndi að komast í enskar duggur til að fara úr landi, en enginn þorði að flytja hann fyrir ofríki Ara, sem hann og fleiri töldu rammgöldróttan. Fékk Jón þá vist hjá Steinþóri sýslumanni Gíslasyni á Arnarstapa, og búð fyrir sig, þar sem hann gat haft fjölskyldu sína hjá sér, og dvaldi þar í fjögur ár (1616/17-1621). Ari lét þó ekki laust né fast, og hélt áfram að skrifa ákærubréf á hendur Jóni til embættismanna á Snæfellsnesi, og gera honum galdraglettur. Voru honum nú gerðir tveir kostir: að sigla til Kaupmannahafnar, eða mæta á Alþingi, til að gera grein fyrir málum sínum, og valdi Jón síðari kostinn. Ekki er greint frá því að Jón hafi hlotið dóm í það skipti, og virðist Ari ekki hafa getað sannað neinar sakir á hann. Guðbrandur Þorláksson Hólabiskup var tengdafaðir Ara, og virðist hafa tekið málstað Jóns, er honum þótti Ari ganga of langt. Kom það m.a. fram í því, að hann tók Guðmund, elsta son Jóns lærða, í Hólaskóla, og veitti honum ölmusu, en Jón hafði að sjálfsögðu engin efni á því að kosta son sinn í skóla. Guðmundur varð stúdent þaðan um 1623, og átti það eftir að skipta sköpum fyrir Jón á efri árum. í staðinn tók Jón að afrita bækur og skrifa fræðirit fyrir þá Hólamenn, m.a. Grænlands annála. Næstu sex ár (1621-1627) dvelur Jón á kotinu Uppsöndum hjá Rifi, og lifði mest á bónbjörgum, því honum var fyrirmunað að stunda sjó, sem hann vill kenna göldrum. Þar lenti hann í illdeilum við Orm nokkurn, líklega sonarson Orms ríka á Knerri, sem kemur við sögu Axlar-Bjarnar (Sjá Þjóðs. J.A., II, 116). Segir Jón að Ormur hafi ætlað að sökkva húsi hans með göldrum og brenna sig inni. En Jón kunni líka ýmislegt fyrir sér og tókst furðanlega að verjast öllum ofsóknum. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.