Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Blaðsíða 88
Múlaþing
Leiðangursmenn í Seley: Guðný, Geir og Bryndís.
Ljósm. HG.
aðstoðaði Geir sóknarpresta á Eskifirði við
nýtingu varps í eynni og gjörþekkir liann
aðstæður þar frá þeim tíma. Auk þess hefur
hann haldið til haga marghátt-
uðum fróðleik um útgerðina
þaðan á 20. öld svo og ömefnum í
eynni. Davíð Baldursson sóknar-
prestur á Eskifirði veitti okkur
góðfúslega leyfi til farar í eyna og
svaraði þess utan fyrirspurnum
mínum um æðarvarpið síðustu
áratugi og sveiflur í lífríki sem
hann hefur orðið var við. Fyrir
um 30 áram fóra þrír sérfræð-
ingar og áhugamenn um fúgla
sitthvort árið í Seley um miðjan
júní og birtu fróðlega ritgerð
um athuganir sínar.3 Gróðurfar
í eynni hefur ekki áður verið
kannað sérstaklega en í ferð
okkar reyndist þó aðeins unnt að fá um það
lauslegt yfirlit vegna þess hversu stutt var
staðið við en einnig var gróður mikið bitinn
af gæsum í felli. Þjóðhátíðarsjóður veitti mér
3 Kristinn H. Skarphéðinsson, Skarphéðinn Þórisson og Páll Leifs-
son. Fuglalífí Seley við Reyðarfjörð. Bliki 7, 1989, s. 49-58.
nokkum styrk til ferðarinnar og Björgunar-
sveitin Brimrún á Eskifirði sá okkur fyrir
flutningi að og frá eynni. Myndhöfúnda er
getið sérstaklega og er þeim og öllum hlutað-
eigandi þökkuð fyrirgreiðsla og samfylgd.
Lega Seleyjar og örnefni
Seley liggur norðanvert fyrir mynni Reyðar-
íjarðar á 64°58’ n. br. og 13°31’ v.l. sem er
aðeins tveim mínútum vestar en austasti tangi
Gerpis (65°04’ n.br. og 13°29’ v.l.). Sjálf
eyjan er um 1,12 km á lengd og 200^100
m á breidd, mjóst um miðbikið til móts við
Sandlendingu. Lengd eyjaklasans (Hólmur-
Setusker) er um 2,9 km. Frá Krossanestanga
út í Seley era 4,2 km og fjarlægðin suðvestur í
Skrúð er um 9 km. Hæsti staður í Seley er um
20 m yfn sjávarmáli á Stórás, en á Atlaskorti
stendur talan 21. Seley með úteyjum er þannig
lágur klettahryggur í stefnu SSV-NNA og
hallar jarðlögum þar til vesturs.
Að austanverðu er aðdjúpt og
þar brotnar úthafsaldan á stuðl-
uðum lóðréttum hamravegg og
í brimi skolast sjór vestur yfir
eyna milli hæstu hávaða. Þeir
heita syðst Bóndavörðuholt
með vörðu, í miðið Byggðar-
holt með slysavarnaskýli og
nyrst Hjallsbyggð með vita og
veðurathugunarmastri. Holtin
vestanverð eru gróin upp frá
fjöru en úteyjar sagðar gróður-
vana nema Hólmurinn. Þekkt
örnefni 1 eyjaklasanum eru um
25 talsins og er þau flest að finna
á meðfylgjandi uppdráttum sem
Guðmundur O. Ingvarsson landfræðingur
hefur teiknað af tilefni þessarar greinar.
Seleyjarviti
Seleyjarviti stendur í Hjallsbyggð, hvítur tum
um 14 m hár byggður 1956 og með ljósvita
sem gengur síðan 1993 fyrir sólarorku. Er
Seleyjarviti. Ljósm. HG.
86