Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Page 88

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Page 88
Múlaþing Leiðangursmenn í Seley: Guðný, Geir og Bryndís. Ljósm. HG. aðstoðaði Geir sóknarpresta á Eskifirði við nýtingu varps í eynni og gjörþekkir liann aðstæður þar frá þeim tíma. Auk þess hefur hann haldið til haga marghátt- uðum fróðleik um útgerðina þaðan á 20. öld svo og ömefnum í eynni. Davíð Baldursson sóknar- prestur á Eskifirði veitti okkur góðfúslega leyfi til farar í eyna og svaraði þess utan fyrirspurnum mínum um æðarvarpið síðustu áratugi og sveiflur í lífríki sem hann hefur orðið var við. Fyrir um 30 áram fóra þrír sérfræð- ingar og áhugamenn um fúgla sitthvort árið í Seley um miðjan júní og birtu fróðlega ritgerð um athuganir sínar.3 Gróðurfar í eynni hefur ekki áður verið kannað sérstaklega en í ferð okkar reyndist þó aðeins unnt að fá um það lauslegt yfirlit vegna þess hversu stutt var staðið við en einnig var gróður mikið bitinn af gæsum í felli. Þjóðhátíðarsjóður veitti mér 3 Kristinn H. Skarphéðinsson, Skarphéðinn Þórisson og Páll Leifs- son. Fuglalífí Seley við Reyðarfjörð. Bliki 7, 1989, s. 49-58. nokkum styrk til ferðarinnar og Björgunar- sveitin Brimrún á Eskifirði sá okkur fyrir flutningi að og frá eynni. Myndhöfúnda er getið sérstaklega og er þeim og öllum hlutað- eigandi þökkuð fyrirgreiðsla og samfylgd. Lega Seleyjar og örnefni Seley liggur norðanvert fyrir mynni Reyðar- íjarðar á 64°58’ n. br. og 13°31’ v.l. sem er aðeins tveim mínútum vestar en austasti tangi Gerpis (65°04’ n.br. og 13°29’ v.l.). Sjálf eyjan er um 1,12 km á lengd og 200^100 m á breidd, mjóst um miðbikið til móts við Sandlendingu. Lengd eyjaklasans (Hólmur- Setusker) er um 2,9 km. Frá Krossanestanga út í Seley era 4,2 km og fjarlægðin suðvestur í Skrúð er um 9 km. Hæsti staður í Seley er um 20 m yfn sjávarmáli á Stórás, en á Atlaskorti stendur talan 21. Seley með úteyjum er þannig lágur klettahryggur í stefnu SSV-NNA og hallar jarðlögum þar til vesturs. Að austanverðu er aðdjúpt og þar brotnar úthafsaldan á stuðl- uðum lóðréttum hamravegg og í brimi skolast sjór vestur yfir eyna milli hæstu hávaða. Þeir heita syðst Bóndavörðuholt með vörðu, í miðið Byggðar- holt með slysavarnaskýli og nyrst Hjallsbyggð með vita og veðurathugunarmastri. Holtin vestanverð eru gróin upp frá fjöru en úteyjar sagðar gróður- vana nema Hólmurinn. Þekkt örnefni 1 eyjaklasanum eru um 25 talsins og er þau flest að finna á meðfylgjandi uppdráttum sem Guðmundur O. Ingvarsson landfræðingur hefur teiknað af tilefni þessarar greinar. Seleyjarviti Seleyjarviti stendur í Hjallsbyggð, hvítur tum um 14 m hár byggður 1956 og með ljósvita sem gengur síðan 1993 fyrir sólarorku. Er Seleyjarviti. Ljósm. HG. 86
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.