Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Blaðsíða 83
Séra Ingvar Sigurðsson
Glímumaðurinn séra Stefán
Pétursson Desjarmýri
- söguleg brúðkaupsveisla í Njarðvík
Viðtal við Þórð Þórðarson Litlu-Grund.1
Spyrjandi og skrásetjari Vigfús Ingvar Sigurðsson prestur Desjarmýri.
1 Þórður Þórðarson var faðir Þórínu Þórðardóttur, sem var ljósmóðir á Borgarfirði árin 1930-1961. Ættir Austfirðinga 4. bindi bls.
786 og Saga Borgarfjarðar eystra bls. 289 og fleiri heimildir. Litla-Grund var lítill torfbær byggður 1905. Hann stóð neðan við
Svínalæk skammt frá kirkjunni. Þar var búið til 1943: Saga Borgarfjarðar eystra bls. 305 og 315.
Þú manst eftir séra Stefáni Péturssyni?2
Já, ég ætti að muna eftir honum, annars er ég
orðinn talsvert gleyminn.
Voruð þið ekki vel kunnugir?
Já, ég var oft með honum, var stundum í vinnu
hjá honum og oft á ferð með honum bæði á
sjó og landi. Hann var oft í sjóferðum í vöru-
sókn til Seyðisfjarðar og svo í fískiróðrum.
Var séra Stefán talsverður sjómaður?
Já, hann var orðinn það, hann kom hingað
óvanur sjó, en vandist honum ótrúlega fljótt.
2 Stefán Pétursson (1845-1887) var prestur á Desjarmýri 1873-1883
og á Hjaltastað 1884 til dauðadags 1887. Bjöm Magnússon:
Guðfræðingatal 1847-1976 bls. 392-393.
Hann var alltaf formaður, þegar hann réri,
lukkaðist vel, var sæmilega fiskinn, öruggur
liðsmaður og ágætur ræðari, sérstaklega
gætinn við lendingar og laginn stjórnari.
Var séra Stefán ekki góður glímumaður?
Hann var talinn einn af ijórum bestu glímu-
mönnum í skóla. Hinir voru tveir Stefánar og
þriðji séra Sigurður Gunnarsson yngri.
Sýndi séra Stefán nokkur afrek hér sem
glímumaður?
Já, hann réði niðurlögum Sigurðar Jónssonar
[fræðimanns Sigurðssonar] í Njarðvík, er
talinn var tveggja manna maki að burðum.
Sigurður var með stærri mönnum og krafta-
maður með afbrigðum.
81