Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Page 95
Seley við Reyðarfjörð
Helgustöðum og var hún nytjuð þaðan allt
þar til skömmu fyrir árið 1970. Þá kom nýr
sóknarprestur, Kolbeinn Þorleifsson, og
náði hann Seley aftur til prestsembættisins.
- Þegar sr. Sigurður H. Guðmundsson kom
til Eskifjarðar 1973 talaðist svo til milli
okkar að ég aðstoðaði hann við dúntekj-
una í Seley, en ég átti lítinn trillubát sem
hentaði vel til þess. ...Við reyndum alltaf
að fara fyrstu ferð í eyna um mánaðamót
maí-júní og þurfti að sæta lagi þegar við
töldum að veðurfar leyfði að við gætum
geymt bátinn við eyna á meðan farið var
um varplandið. Bátnum lagði ég við Sauða-
hnaus sunnan við Sandlendingu og hafði
dregg (anker) á löngu tói aftur af bátnum
og svo var hann vogbundinn til suðurs.
... Oft þurfti að snúa frá vegna ókyrrðar
og varð þá að bíða næsta færis. Reynt var
að fara aðra ferð, helst ekki síðar en um
miðjan júní og svo þriðju ferð í byrjaðan
júlí. Ég fór nokkuð oft ljórðu ferðina eftir
því hvernig svokallað seinna varp gerðist,
en það byrjaði oft um það leyti sem aðal-
varpi var að ljúka, einkum voru það æðar-
kollur sem fyrra varp mislukkaðist hjá.
Æðarvarpið var nokkuð misjafnt milli
ára en mest árið 1979. Mun ástæðan hafa
verið að vorið var óvenju kalt og snjór lá
lengur á ströndinni við fjörðinn en vant
var, en snjólaust var í eynni. Mig minnir
að þá hafi um 1700 æðarkollur orpið þar.
A næstu árum fækkaði hreiðrum verulega.
Eftir að sr. Sigurður flutti burt kom í hans
stað sr. Davíð Baldursson og var ég honum
til aðstoðarmeð sama hætti til ársins 1989
og var þá búinn að að sinna þessu í 17 ár
og fara samtals röskar 50 ferðir í eyna.
Davíð Baldursson greinir efnislega svo frá
um æðarvarpið í sinni tíð, þ.e. eftir 1977:18
Seley úr lofti. Grónu hœðimarþrjár sjást vel. Ljósm. HG.
Þótt sveiflur hafi verið milli ára hafa þær
gengið til baka. Það sem einkum hefur
þrengt að varpinu eru kuldar samfara vor-
rigningum. Þrátt fyrir afar erfitt tíðarfar
síðastliðið vor (2011) bitnaði það ekki svo
mjög á varpinu, sem líklega hefur rýmað
um fjórðung. Þess utan hefur máfur og þá
aðallega veiðibjalla alltaf tekið sinn toll
og kjói og fálki sést af og til. En það sem
harðast hefur gengið að æðarfuglinum er
lundinn. Hann hefur truflað kolluna og
grafið upp hreiðurbotna. En síðan hann
hvarf að mestu hefur varp kollunnar gengið
mun betur. Grónu svæðin voru vinsæl af
kollunni sem hreiðurstæði fyrir um það
bil 30 árum. Síðustu áratugina hefur hún
frekar valið sér hreiðurstæði í grennd við
steina og klappir!
18 Davíð Baldursson. Svör við fyrirspumum HG 4. jan. 2012.
93