Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Blaðsíða 141
Valdimar Briem
Líðan og framtíðarsýn
ungmenna á Austurlandi1
Á tímum nýsköpunar og umbyltinga
Framtíð hvers samfélags ákvarðast af
því hversu vel nýjar kynslóðir eru
undirbúnar til að taka við af þeim eldri.
Þessi undirbúningur er ekki síst mikilvægur í
samfélögum í dreifbýli þar sem fjölbreytni í
atvinnuvegum er tiltölulega lítil og fræðslu-
framboð takmarkað. Líðan og framtíðarsýn
ungmenna mótast að öllu jöfnu mikið af stöðu
þeirra í tjölskyldu og félagahópi, en einnig af
þeim möguleikum, sem ungmennin álíta að
samfélagið bjóði upp á. Það má til skamms
tíma sannfæra fólk um, að afkoma þeirra sé
tryggð og framtíðin björt, en ef samfélagið
bregst þeirri tiltrú, sem hún hefúr skapað hjá
ungmennum, er hætta á að þau verði fyrir von-
brigðum og missi trúna á framtíð í því sam-
félagi, sem þau eru uppalin í. Því má segja,
að einungis það samfélag, sem býður ung-
mennum sínum upp á raunhæfa og ákjósan-
lega búsetukosti og tækifæri til viðeigandi
menntunar, geti sjálft vænst bjartrar framtíðar.
Fólk vill síður eiga heima þar, sem búsetu-
kostir eru slæmir. Því má ætla, að þróun
íbúafjölda tiltekins landssvæðis gefí allgóða
hugmynd um líðan íbúanna. Það er stundum
haft á orði að neytendur „velji með fótunum“,
þ.e.a.s. að þeir leiti þangað sem kostir og
kjör eru best. Sama má segja um búsetuval
fólks, því ef ástandið er of slæmt verður það á
endanum úrkostur margra að flytja að heiman.
Oft eru þetta ungmennin sem síður eru bundin
eignum og umhverfi en þeir sem eldri eru.
Islandi var frá alda öðli skipt í íjórðunga,
Suður-, Vestur-, Norður- og Austurland. Af
þeim hefur Austurland löngum verið strjál-
býlast. Hefur íbúafjöldi þar minnkað töluvert
í seinni tíð, og er nú einungis rúm 3% íbúa
landsins. Þróun íbúaíjölda á síðustu öld, frá
Hluti þeirra niðurstaða, sem hér eru sýndar, eru fengnar úr tveimur skýrslum um fýrri verkefni, Valdimar Briem (2009): Byggðaþróun
á Austurlandi: íbúafjöldi, sem var birt á Vísindavöku 2009 í Hafnarhúsinu, Reykjavík, og Valdimar Briem og Tinna Halldórsdóttir
(2011): Líðan og framtíðarsýn ungmenna á Austurlandi, sem birtist í veftímariti félagsfræðinga, Islenska þjóðfélagið, 2 (2011), 5-26.1
þeirri síðari má finna nákvæmari lýsingar á aðferð rannsóknarinnar og tölfræðilegum niðurstöðum. Báðar þessar skýrslur og viðbótar-
efni má nálgast á netinu á http://austursetur.is/downloads/index.html, og síðari skýrsluna auk þess á http://www.thjodfelagid.is/index.
php/Th.
139