Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Blaðsíða 41

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Blaðsíða 41
Plíníus íslands Um myndverk Jóns lærða Þess hefur þegar verið getið, að öll myndverk Jóns lærða, nema teikningar í handritum hans, séu týnd og tröllum gefín. Samt vill svo til að fmna má í heimildum lýsingar á myndverki hans og útskurði í Hjaltastaðakirkju: Úr Ferðabók Olaviusar (1780). „Þar sem hins nafnkunna íslenska bónda, Jóns Guðmundssonar [lærða] hefur verið getið í Ferðabók Eggerts og Bjama, og hann er enn bæði lærðum og leikum í fersku minni, vona ég að það verði ekki tekið illa upp, þótt ég geti hans lítils háttar, því að í kirkjunni á Hjalta- stað sá ég altaristöflu, sem hann hafði skorið út. Hún er ferhyrnd að neðan, en myndaði þríhyrning að ofanverðu, og stóð þar orðið Jehovah. Neðan undir því var rnynd af sól og tungli. Á miðri töflunni var sýndur Kristur á krossinum, en undir hinum útteygðu hand- leggjum vom fuglar tveir, sem héldu hvor á sínum bikar, sem blóðið var látið streyma í, út frá báðum olnbogabótum. Undir krossinum stóðu þau Jóhannes og María, en skammt frá var beinagrind dauðans og mynd af höggormi, Serpens tortuosus. Þetta var allt snoturlega skorið, og minnti á gott myndhöggvarasmíði, og ber það ásamt málverkinu yfír kórdyrum og á prédikunarstólnum, er sami maður hefur gert, vitni urn listfengi eftir þeirra tíma hætti, og öll myndin sýndi, að höfundur hennar hefur ekki hneygzt svo mjög til páfavillu, sem venjulega er talið... Aftan á altaristöfluna er skorið: Jón Guðmundsson. Etatis 69. 1643.“ (Ferðabók Olaviusar, II, 232. Rvík 1965). Úr fornleifaskýrslu Hjörleifs Þorsteinssonar, dags. 25. júlí 1818. „Á prédikunarstólnum eru 11 kantar. Á 6 af þeim er stór mannsmynd á hvörn úthöggvin, en á hina 5 eru negld spjöld, á hvörjum virðast fyrirstillt nokkur sérleg atriði úr Jesú lífssögu. Á því fyrsta eru 5 úthöggnar myndir, hvar Frelsarinn er fyrirstilltur reyrður við stólpa, með hendur bundnar á bak aftur, en 2 standa sinn hvoru megin með reiddar svipur. Þar undir er með stórum latínskum stöfum úthöggvið: Geiselung. Matth.: XXVI. A öðru spjaldinu eru 16 úthöggnar myndir, og sýnist líkast þar eigi að fyrirstillast Frelsarans fæðing, þar dúfúmynd sýnist vera upp yfír miðpersónunni. Á því 3ja eru 12 úthöggnar myndir, hvar einn situr á stól í miðjunni, og sinn lúðurþeytari við hvörja hlið, en þar fyrir neðan standa karlmaður og kvenmaður sitt hvöru megin; milli þeirra eru 4 barnamyndir úthöggnar. Á því 4ða eru 9 myndir, hvar einn er að þrýsta þymikórónu ofan á Frelsarann, en annar heldur á reirstafnum og reiðir til höggs; þar neðan undir stendur með úthöggnum latínskum stöfum: Krömmg. Matth. XXVII. Á því 5ta eru 7 mannsmyndir, hvar einn stendur efstur, en 3 liggja flatir fyrir fótum hans. Ofantil á hvörju af þessum 5 spjöldum eru 2 úthöggnar myndir með vængjum, en fyrir ofan spjöldin er skipt á kantana þessum orðum, með úthöggnum latínskum stöfurn: Verbum Domini manet in œternumX (Sveinbjörn Rafnsson (útgefandi): Frásagnir um fornaldarleifar 1. 49-50. Athugasemd útgefanda (neðanmáls): „Ekki verður séð að nokkur þessara kirkjugripa sé nú varðveittur í Þjóðminjasafni. Prédikunarstóllinn er talinn eftir Jón Guðmundsson lærða hjá O. Olaviusi: Oeconomisk Reise igiennem... lsland. Kh. 1780, bls. 629.“ 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.