Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2012, Blaðsíða 105
Seley við Reyðarfjörð
Bóndavarða. Ljósm. HG.
Bóndavarða
Bóndavarða er sem kennimark á hæsta kolli
Bóndavörðuholts, nú hringlaga grjóthrúga
um 1,6 m á hæð og 7 m breið í grunninn.
Neðsti hlutinn er þó heilleg hleðsla, en
annars er varðan hrunin og að hluta virðist
sem grjóti hafi verið hent í hana án þess að
því hafí verið raðað skipulega. Slíkt athæfí
útróðrarmanna nefnir Asmundur á Bjargi til
og segir m.a.:33 „Þegar formönnum þóttu land-
legudagarnir orðnir of margir í einu, fóru
þeir með háseta sína eða sendu þá suður að
Bóndavörðu til að laga hana, ef með þurfti;
annars til að bera grjót að henni. ... Sú sögn
fylgdi Bóndavörðunni að hún væri búin til á
landlegudögum eyjarskeggja. A henni hvíldi
sú trú að væru landlegudagar orðnir fleiri en
þrir í einu þyrfti ekki annað til að fá sjóveður
en láta laga Bóndavörðuna eitthvað. Svo þótti
sem mönnum yrði þar að trú sinni.“ Síðan
lýsir Asmundur vörðunni með þessum orðum:
33 Ásmundur Helgason. A sjó og landi, s. 198-199.
Bóndavarðan er sívalningur, um 10 faðmar
að ummáli, hlaðin úr grjóti lóðrétt, 2 álnir
á hæð og fyllt upp með grjóti að innan.
Þá kemur önnur hringhleðsla, nálægt því
helmingi minni að ummáli. Sú hringhleðsla
er tæpar 2 álnir á hæð. 1 miðjunni þar er
steindrangur, álíkur meðalmanni að gild-
leika. Varðan er því há og fyrirferðarmikil,
stendur á hæstu hæð eyjarinnar og sést
því langt að.
Guðmundur Stefánsson frá Karlskála telur að
lundi hafí með greftri sínum átt drjúgan þátt
í að Bóndavarða hrundi fyrr en ella.
Ekki er ósennileg tilgáta Asmundar á
Bjargi að Bóndavarðan í Seley hafí upp-
haflega verið hlaðin sem leiðarmerki fyrir
sjófarendur við Austfirði, helst þá sem komu
frá útlöndum. Kann hún þannig sem siglinga-
merki að tengjast ferðum kaupskipa inn
á Reyðarfjörð. í endurminninngum Gyðu
Thorlacius segir frá því að Þórður sýslumaður
eiginmaður hennar hélt út í Seley á báti um
103